Súkkulaði baunaálegg

11 Oct 2017

Álegg sem hentar með mat eða ofan á brauð eða kex.

 
4 skammtar. Tekur 65 mínútur (+baunir í bleyti yfir nótt)
 
Innihald:
 • 50 gr aduki baunir
 • 300 ml heitt vatn
 • 3 pokar af YOGI choco tei
 • 2 msk síróp (döðlu, agave eða kókós)
 • 10 dropar vanillu extrakt
 • Smá salt
 • Smá cayenne pipar
Aðferð:
 1. Skolið baunirnar og leggið í bleytir yfir nótt
 2. Sigtið og skolið þær vel daginn eftir
 3. Sjóðið vatnið og látið tepokan liggja í 7-10 mínútur
 4. Sjóðið baunirnar í teinu í 50 mínútur á lágum hita í potti með loki
 5. Takið lokið af og sjóðið í 10 mínútur til viðbótar til að láta vatnið gufa upp
 6. Takið þá af hitanum og látið kólna
 7. Blandið nú öllu sman í blandara eða með töfrasprota þangað til maukið er silkimjúkt