Yngjandi Miso sósa

11 Oct 2017

Sósa með Yogi tei og misomauki.

 
Gerir 150 ml. Tekur 7 mínútur
 
Innihald:
  • 150 ml heitt vatn
  • 4 pokar af YOGI forever young tei
  • 3 msk hvítt misomauk
  • 3 msk síróp (döðlu, agave eða kókos)
  • 15 blöð af ferskri salvíu eða 1 tsk þurrkuð
  • Smá sjávarsalt
Aðferð:
  1. Sjóðið vatnið og látið tepokana liggja í 5 mínútur
  2. Takið pokana úr og látið teið kólna
  3. Setjið allt í blandara og blandið þangað til sósan er silkimjúk