Blómkálshaus með hnetu-rauðrunna dressingu

16 Oct 2017

Þessi skemmtilegi blómkálsréttur hentar sem meðlæti eða sem aðalréttur.

 
TEKUR UM KLUKKUTÍMA AÐ GERA – HENTAR FYRIR FJÓRA
 
Innihald
 • 1 stk blómkálshaus
 • 100 ml heitt vatn
 • 1 poki Yogi Tea Rooibos
 • 75 g Whole Earth Smooth hnetusmjör
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk tamari
 • 5 g kókosrjómi frá Biona
 • 2 handfylli af grófhökkuðum hnetum
 • handfylli af kóríander
Aðferð:
 1. Leggið blómkálshausinn í ofnfast fat í forhitaðan ofninn. Bakið í 60 mín. á 180°C.
 2. Útbúið teið með 100 ml heitu vatni og einum poka af Yogi Tea Rooibos. Látið pokann liggja í vatninu í um 7 mín.
 3. Blandið því næst saman í skál; hnetusmjöri, tei, sítrónusafa, tamari og kókosrjóma.
 4. Takið blómkálið úr ofninum og skerið hvern stöngul á blómkálshausnum í jafnar sneiðar og raðið á stórt fat eða disk.
 5. Dreifið því næst sósunni yfir ásamt hnetum og fersku kóriander. Blandið og njótið.