Matcha mintuterta

16 Oct 2017

Falleg græn kaka með ferskum mintulaufum. 

 
Kökubotn
 • 4 msk sólblómafræ
 • 4 msk möluð hörfræ
 • 2 msk kakónibbur 
 • 9 stórar döðlur
 • smá salt
Fylling
 • 2 bollar gróft kókosmjöl 
 • 2 þroskaðir bananar
 • 1 bolli kasjúhnetur
 • 5 msk hlynsýróp
 • 4 tsk agar flögur
 • 3 tsk BLOOM Matcha
 • 2 tsk vanillu extrakt
 • handfylli fersk mintulauf
Aðferð
 1. Öll innihaldsefnin eru sett í botninn í matvinnsluvél og blönduð saman þar til orðin að deigi. Þrýstið deiginu í botninn á ca. 20 cm kökuformi. 
 2. Helmingnum af innihaldsefnum fyllingarinnar (sleppið þó matcha duftinu) eru sett í matvinnsluvélina og blandað saman þar til mjúkt. Lagt jafnt yfir botninn. 
 3. Restin af fyllingar hráefninu er sett í matvinnsluvélina og matcha duftið og mintan með. Blandað þar til mjúkt og bætt ofan á hin tvö lögin.
 4. Kælt yfir nótt. Áður en borið er fram er fallegt að strá smá matcha dufti yfir og skreyta með ferskri mintu.