Kökur með hindberjum, möndlum og appelsínu

17 Oct 2017

Góðar hafrakökur. Uppskriftin gerir 18 kökur.

Innihald

 • 2 þroskaðir bananar, stappaðir niður
 • 120 gr. Rude Health Sprouted Oats
 • 100 gr. Möndlur, gróft saxaðar
 • 20 gr. Kókosolía, mýkt upp
 • 1 stórt epli, rifið með hýðinu
 • börkur af einni appelsínu
 • ¼ tsk kanill
 • gróft salt á hnífsoddi
 • 110 gr. Hindber, örlítið klesst niður

Aðferð

 1. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á plötu
 2. Hrærið saman með trésleif, banönum, höfrum, möndlum, kókosolíu, eplum, appelsínuberki, kanel og salti í stórri skál, þar til allt er vel blandað saman
 3. Bætið hindberjunum varlega við en gætið þess að hræra ekki of mikið
 4. Notið skeið til að gera kúlu og setjið á bökunarpappírinn. Fletjið aðeins með bakinu á skeiðinni.
 5. Bakið í ofninum í ca 12-15 mín, þar til kökurnar eru orðnar gylltar
 6. Leyfið kökunum að kólna áður en þið takið þær af bökunarpappírnum, þar sem þær stífna um leið og þær kólna.