Hrökk-kex

25 Oct 2017

Hrökk-kex smurt á fjóra vegu.

Innihaldsefni:

 • 100 gr Rapunzel fræblanda 
 • 100 gr Kornax heilhveiti 
 • 100 gr Rapunzel hafraflögur 
 • ½ tsk salt 
 • 2 tsk lyftiduft 
 • 2 dl vatn 
 • 2 msk Rapunzel kókosolía 
 • 3-4 msk Rapunzel fræblanda (til að strá yfir) 
 • 2 tsk gróft sjávarsalt (til að strá yfir)

Aðferð:

 1. Blandið saman þurrefnum. Bræðið kókosolíuna og blandið við vatnið. Hrærið öllu saman. Skiptið deiginu í tvennt og fletjið út með bökunarpappír undir og yfir. Stráið fræblöndu og salti yfir deigið og bakið við 180°C í 10 mín eða þar til kexið er orðið gullinbrúnt. 

Álegg:

 1. Oatly smurostur, avókadó og tómatar 
 2. Rapunzel hnetusmjör og epli 
 3. Rapunzel rautt pestó 
 4. Rapunzel möndlusmjör og jarðaber