Falleg að innan sem utan með Benecos

23 Nov 2017

Falleg að innan sem utan með hreinum og náttúrulegum snyrtivörum.  Benecos stendur fyrir náttúrulegar, lífrænar og fallegar förðunarvörur á mjög viðráðanlegu verði fyrir snyrtibudduna.

Vörurnar frá Benecos eru vandaðar, bjóða upp á gott og mikið úrval, eru umhverfisvænar og aldrei prófaðar á dýrum. Þær innihalda engin aukaefni eins og tilbúinn lit, ilm eða rotvarnarefni, paraben né sílikon. Stór hluti af vöruúrvalinu er einnig vegan. Má þar nefna alla augnskugga, naglalökk, maskara, laust mineral púður sem sér til þes að húðin verði jöfn og mött ásamt natural „creamy“ farðanum sem tryggir jafna og slétta áferð.

VARIRNAR
Varalitir frá Benecos eru sívinsælir, mjúkir náttúrulegir og fara vel með varirnar þínar. Kysstu einhvern sem þú elskar um jólin með mjúkum vörum.

BENECOS
Benecos leggur upp úr því að vörurnar dragi fram náttúrlega fegurð. Þú finnur augnskugga og augnblýant sem draga fram þinn augnlit, bætir svo við kinnalit og bronzing á rétta staði sem setur punktinn yfir i-ið. Augnblýantarnir eru dásamlega mjúkir og þægilegir í notkun.

Jól frá Benecos
Hefur þú prófað húðvörurnar frá Benecos? Nú er tækifæri að prófa og líka að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um. Benecos býður upp á sérstakar húðvörur í jólapakka í takmörkuðu magni. Hátíðin hefst með Benecos.

Jólapakkinn inniheldur: Jóla sturtugel, jóla body lotion og varasalva með vanilluilm. Verð: 3.549 kr.

2 fyrir 1

Benecos varalitur catwalk

2.003 kr