Heslihnetutrufflur

02 Feb 2018

Það er snilld að eiga svona hollt „nammi“ í frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt. Stútfullt af næringu  og þú sleppur við blóðsykurssveiflurnar.

Kúlurnar
  • 100 gr. lífrænar heslihnetur frá Sólgæti
  • 2 msk. lífræn kókosolía frá Sólgæti
  • 150 gr. lífrænar döðlur frá Sólgæti
  • 2 msk. hrákakó frá Raw Chocolate Company
  • 1/4 tsk. lífrænt vanilluduft frá Sonnentor
  • 1/4 tsk. salt
Aðferð:
  1. Byrjaðu á því að setja heslihneturnar inn í ofn við 150°C í 10 mín. Nuddaðu síðan hýðið af þeim þegar þær hafa kólnað. Búðu síðan til „smjör“ úr heslihnetunum með því að setja 3/4 af þeim í matvinnsluvél ásamt bráðinni kókosolíu. Bættu öllu nema 1/4 af heslihnetunum saman við.
  2. Þegar þetta er allt orðið vel blandað saman setur þú restina af heslihnetunum rétt svo saman við og lætur matvinnsluvélina bara aðeins grófsaxa þær. Með því að hafa þær grófsaxaðar í blöndunni verða kúlurnar „krönsí“.
  3. Mótaðu meðalstórar kúlur með höndunum og settu þær svo í frysti.
Súkkulaðihjúpurinn
  • 2 msk. lífrænt kakósmjör frá Raw Chocolate Company
  • 4 msk. lífræn kókosolía frá Sólgæti
  • 6 msk. hrákakó frá Raw Chocolate Company
  • 3 msk. lífrænt hlynsíróp
  • 1 msk. sterkt uppáhellt kaffi
Aðferð:
  1. Settu allt saman í matvinnsluvél en settu lítið af kaffinu í einu og smakkaðu það til. Hjúpaðu kúlurnar með súkkulaðinu með því að dýfa hverri og einni ofan í súkkulaðið með gaffli. Settu kúlurnar aftur í frysti og þær ættu að verða tilbúnar eftir um það bil 40 mín.
  2. Kúlurnar geymast best í frysti í loftþéttu íláti. Gott er þó að láta þær standa aðeins áður en maður nýtur þeirra.
Höfundur uppskriftar:
Anna Guðný hefur mikla ástríðu fyrir andlegri og líkamlegri heilsu sem helst í hendur við áhuga hennar á matargerð. Hún heldur úti blogginu Heilsa og vellíðan þar sem hún birtir reglulega girnilegar uppskriftir og margs konar heilsufróðleik.