Hrá límónu ostakaka með Nakd orkustykki

06 Mar 2018

Uppgvötaðu hvernig hægt er, á einfaldan hátt að nota Nadk Cashew Cookie bar til að búa til dásamlegan botn fyrir ostaköku. Límónufyllingin á botninn bragðast líka dásamlega.

Botn:

  • 4 stk. Nakd Cashew Cookie Bar þrýst í botn á diski

Fyllingin:

  • 1 1/2 bolli kasjúhnetur (láta liggja í bleyti yfir nótt)
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 1/3 bolli agave eða hunang
  • 1/3 bolli kókosolía (bráðin)
  • 1/2 bolli límónusafi

Þrýstu Nakd stykkjunum í botn á kökuformi og settu síðan í frysti í sirka hálftíma

Blandaðu innihaldsefnunum sem eiga að fara í fyllinguna saman í blandara þangað til blandan er orðin mjúk.

Taktu formið úr frystinum og helltu fyllingunni yfir botninn. Settu formið aftur inní frysti og taktu kökuna út 30 mínum áður en ætlunin er að bjóða hana fram.