Hnetu Smoothie - kennslumyndband

03 Apr 2018

Þessi mjólkurlausi hnetudrykkur er pakkaður af hollri fitu og af náttúrlegum sætuefnum.

Innihaldsefni:

 • 500 ml. Rude Health möndludrykkur
 • 2 matskeiðar möndlusmjör
 • 4 matskeiðar hafraflögur
 • 2 bananar
 • 1 teskeið kanill
 • Hunang til að sæta
 • 2-3 ísmolar

Aðferð:

 1. Settu niðursneidda banana, haframjöl, hnetusmjör, ísmola, kanil og hunang í blandara (Nutribullet)
 2. Bættu mjólkinni við
 3. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman
 4. Helltu blöndunni í glös og skreyttu t.d með kakónibbum

Njóttu!