Íspinnar með heslihnetudrykk 8 stk.

03 Apr 2018

Það er dásamlegt að njóta þessarra hollu íspinna. Einföld og fljótleg uppskrift.

Magn: átta íspinnar

Innihaldsefni:

  • 250 ml. Rude Health heslihnetudrykkur
  • 250 gr. hrein jógúrt
  • 20 gr. hunang
  • 2 stórir bananar

Aðferð:

  1. Settu öll innihaldsefnin í blandara og blandaðu saman uns blandan er orðin mjúk
  2. Helltu blöndunni í íspinnaformin og settu í frystinn.

Njótið!