Íspinnar með kókosmjólk 8 stk.

03 Apr 2018

Þessi einfalda og girnilega uppskrift að kókosíspinnum gefur 8 stk. af íspinnum.

Innihaldsefni:

  • 250 ml. Rude Health kókosdrykkur
  • 250 ml. kókosmjólk
  • 50 gr. grísk jógúrt
  • 40 gr. hunang

Aðferð:

Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál. Helltu síðan blöndunni í íspinnaform og settu varlega í frystinn í 4-5 tíma.

Ath. ef þú ert að nota kókosmjólk í dós er mikilvægt að hrista dósina vel áður en mjólkin er notuð í blönduna.

Njótið!