Ertu að fara í sumarfrí?

28 May 2018

Áður en við förum í sumarfríið er skynsamlegt að fara yfir hvað við ættum að hafa með okkur; bæði til þess að geta notið þess að vera í fríi og til þess að koma í veg fyrir flugna-bit og önnur leiðindi. Hér eru nokkrar vörur sem við mælum með að hafa með sér í fríið. 

 

MAGNESÍUM SPRAY BETTER YOU
Við sinadrætti og verkjum í fótum. Þetta litla sprey smellpassar í veskið eða vasann. Gott fyrir allan aldur. Vöðvaslakandi, þægilegt og einfalt.

 

B-VÍTAMÍN
Byrjum að taka B-vítamín áður en við förum í fríið og líka á meðan fríinu stendur. Fælir bitvarga.

 

 

 

ALOE VERA GEL 99,9% 
Einstaklega rakagefandi, mýkir og hjálpar húðinni að endurnýja sig. Vinnur mjög vel á þurri, sprunginni eða flagnaðri húð. Virkar einnig vel á sólbruna. Úr 99,9% lífrænu aloe vera.

 

 

 

 

 

BRÚNKUKREM
Um að gera að undirbúa húðina fyrir sumarið – og ekki síður ef við komumst lítið í sólina. Brúnkukremið frá Lavera og Organic Self Tan Lotion frá Tan eru frábærar vörur sem gefa húðinni næringu og fallegan lit. 

 

 

ECOCARE BLAUTKLÚTAR 
Nauðsynlegir í fríið. Gerðir úr 100% lífrænni bómull og henta ólíkum húðgerðum.

 

 

ECOFFE MARGNOTA KAFFIMÁLIN 
Umhverfisvænu Ecoffee bollarnir eru framleiddir úr lífrænum bamboo trefjum. Bollarnir eru BPA fríir og innihalda ekkert plastefni. Flottir og léttir bollar í miklu úrvali.

 

 

 

BRUSH WITH BAMBOO TANNBURSTAR 
Frábærir tannburstar unnir úr náttúrulegum efnum – bæði burstar og umbúðir eru úr endurvinnanlegum efnum. Endist jafn lengi og aðrir tannburstar.

 

 

 

 

 

 

NUUN FREYÐITÖFLUR
Steinefnin og söltin í Nuun hjálpa til að viðhalda vökvajafnvægi, koma í veg fyrir fótakrampa og efla vöðvavirkni. Gott í miklum hita. Glúteinlaust og vegan!

 

 

 

HAY MAX VIÐ FRJÓKORNAOFNÆMI
Hay Max er lífrænn salvi sem hamlar því að frjókorn komist inn í nef og augu. Lyfjalaus frjókornatálmi framleiddur úr bývaxi, ilmkjarnaolíum, aloe vera og sólblómaolíu.

 

 

 

SKORDÝRA- OG FLUGNAFÆLUR 
Ekki láta skordýrabit eyðileggja fríið. Moskítófælu sprey frá Tropical spray og Buzz Off ilmkjarnaolía frá Sonnentor geta bjargað fríinu. Fælir í burtu öll skordýr. 100% náttúrulegar vörur sem henta allri fjölskyldunni – smellpassar í handtöskuna..