Ertu að fara í sumarfrí?

28 May 2018

Áður en við förum í sumarfríið er skynsamlegt að fara yfir hvað við ættum að hafa með okkur; bæði til þess að geta notið þess að vera í fríi og til þess að koma í veg fyrir flugna-bit og önnur leiðindi. Hér eru nokkrar vörur sem við mælum með að hafa með sér í fríið. 

 

MAGNESÍUM SPRAY BETTER YOU
Við sinadrætti og verkjum í fótum. Þetta litla sprey smellpassar í veskið eða vasann. Gott fyrir allan aldur. Vöðvaslakandi, þægilegt og einfalt.

 

B-VÍTAMÍN
Byrjum að taka B-vítamín áður en við förum í fríið og líka á meðan fríinu stendur. Fælir bitvarga.

 

 

 

ALOE VERA GEL 99,9% 
Einstaklega rakagefandi, mýkir og hjálpar húðinni að endurnýja sig. Vinnur mjög vel á þurri, sprunginni eða flagnaðri húð. Virkar einnig vel á sólbruna. Úr 99,9% lífrænu aloe vera.

 

 

 

 

 

BRÚNKUKREM
Um að gera að undirbúa húðina fyrir sumarið – og ekki síður ef við komumst lítið í sólina. Brúnkukremið frá Lavera og Organic Self Tan Lotion frá Tan eru frábærar vörur sem gefa húðinni næringu og fallegan lit. 

 

 

ECOCARE BLAUTKLÚTAR 
Nauðsynlegir í fríið. Gerðir úr 100% lífrænni bómull og henta ólíkum húðgerðum.

 

 

ECOFFE MARGNOTA KAFFIMÁLIN 
Umhverfisvænu Ecoffee bollarnir eru framleiddir úr lífrænum bamboo trefjum. Bollarnir eru BPA fríir og innihalda ekkert plastefni. Flottir og léttir bollar í miklu úrvali.

 

 

 

BRUSH WITH BAMBOO TANNBURSTAR 
Frábærir tannburstar unnir úr náttúrulegum efnum – bæði burstar og umbúðir eru úr endurvinnanlegum efnum. Endist jafn lengi og aðrir tannburstar.

 

 

 

 

 

 

NUUN FREYÐITÖFLUR
Steinefnin og söltin í Nuun hjálpa til að viðhalda vökvajafnvægi, koma í veg fyrir fótakrampa og efla vöðvavirkni. Gott í miklum hita. Glúteinlaust og vegan!

 

 

PURPLE LIGHT FRÁ DR. HAUSCHKA
Litað púður sem gefur húðinni fallegt og frísklegt útlit. Sænska listakonan Emma Lindström hannaði útlitið fyrir nýjustu Limited línuna frá Dr. Hauschka. Fullkomið í sumar.

 

 

HAY MAX VIÐ FRJÓKORNAOFNÆMI
Hay Max er lífrænn salvi sem hamlar því að frjókorn komist inn í nef og augu. Lyfjalaus frjókornatálmi framleiddur úr bývaxi, ilmkjarnaolíum, aloe vera og sólblómaolíu.

 

 

 

SKORDÝRA- OG FLUGNAFÆLUR 
Ekki láta skordýrabit eyðileggja fríið. Moskítófælu sprey frá Tropical spray og Buzz Off ilmkjarnaolía frá Sonnentor geta bjargað fríinu. Fælir í burtu öll skordýr. 100% náttúrulegar vörur sem henta allri fjölskyldunni – smellpassar í handtöskuna..