FÖRÐUN – PURPLE LIGHT LIMITED VOR 2018

05 Jun 2018

Sænska listakonan Emma Lindström var fengin til að hanna útlitið fyrir nýju Limited línuna frá Dr. Hauschka; Purple Light. Þessi nýja lína kom í sölu nú í vor og inniheldur fimm gullfallegar förðunarvörur. Limited línan mun einungis vera á boðstólnum í takmarkaðan tíma og því um að gera að ná sér í þessar spennandi vörur áður en þær fara úr sölu.

ÞEMA 
Hver kona er einstök, bæði í útliti og persónuleika. Því er boðið upp á fleiri liti til að undirstrika eiginleika ólíkra einstaklinga. Fjólublái liturinn er litur hvatningar, dulúðar og lista; öðruvísi litur sem undirstrikar að við erum öll einstök. Útkoman er frábær lína af einstökum snyrtivörum.

MEIRA EN BARA FÖRÐUNARVÖRUR
Eins og allar vörur frá Dr. Hauschka, þá eru förðunarvörurnar einstakar. Þær undirstrika fegurð okkar og þær innihalda lífrænar olíur og jurtir sem næra, styrkja og vernda húðina.

LÍNAN
Augnskuggapallettan samanstendur af fjórum möttum og glitrandi litum sem setja sinn svip og karakter á umgjörð augnförðunarinnar. Veldu þína liti og þína samsetningu til að skapa einstaka augnumgjörð. Augnblýanturinn tónar vel við litina og kemur með ákveðna dulúð í flotta smokey förðun. Púðrið kemur með dásamlega frískandi lit sem gefur húðinni ljóma og fallegan blæ. Og síðast en ekki síst getur þú valið um tvö gloss sem setja punktinn yfir i-ið!

Ef þú hefur ekki prófað förðunarvörurnar frá Dr. Hauschka þá er svo sannarlega kominn tími til – og athugaðu að Purple Light Limited línan fæst í takmörkuðu magni í stuttan tíma.

Emma Lindström, listakona