Gómsætar og sykurlausar kúlur

10 Jun 2018

Þessar eru ofur einfaldar en hrikalega góðar. Svona kúlur eru æðislegar, bara ein til tvær eru nóg til friða sykurpúkann. Samt er enginn viðbættur sykur – en nóg af fitu og prótíni til að halda blóðsykrinum í skefjum. Uppskriftin gerir um 30 stk.

Innihald:
  • 250gr döðlur (lagðar í bleyti ef þær eru harðar)
  • 100gr kasjúsmjör (hægt að nota möndlusmjör eða hnetusmjör í staðinn)
  • 75gr kókosmjöl
  • 1/2 tsk vanilluduft frá Sonnentor
  • 4 tsk Terranova Avena Sativa & Tart Cherry duft
  • smá klípa af salti
Aðferð:
  1. Settu allt í matvinnsluvél og láttu hana vinna þangað til allt hefur blandast vel og klístrað deig myndast.
  2. Láttu harðna í kæli í 30 mín.
  3. Mótaðu kúlur með höndunum.
  4. Geymdu í kæli eða frysti.
  5. Hér er bætt út í deigið Avena Sativa & Tart cherry dufti frá Terranova sem er þekkt fyrir slakandi áhrif. Avena Sativa er unnið úr höfrum og talið hafa róandi áhrif á taugakerfið. Tart Cherry, eða súr kirsuber, inniheldur náttúrulegt melatónín sem getur hjálpað okkur að sofa betur. Kúlurnar eru því frábærar sem kvöldnasl í staðinn fyrir snakkpoka eða súkkulaði. Bara 2 stk. innihalda ráðlagðan skammt af duftinu.
  6. Auðvitað er hægt að sleppa duftinu eða jafnvel skipta því út fyrir Magnesium & Calcium Complex frá Terranova. Þá opnar þú bara hylkin og notar innihaldið. Það væri fullkominn biti eftir æfingar. Svo er hægt að bæta við kakódufti, nibbum eða gojiberjum ef vill.