Nýtt í Heilsuhúsinu - haust 2018

10 Sep 2018

Það eru alltaf að bætast nýjar og spennandi vörur við vöruúrvalið í verslunum og netverslun Heilsuhússins.

SOLARAY RED RASPBERRY LEAVES 
Frábær jurt fyrir þungaðar konur eða nýbakaðar mæður. Getur hjálpað gegn krömpum og ógleði, styrkt legið og aukið framleiðslu brjóstamjólkur. 

Verð 1.858 kr. 

 

FRIENDLY SÁPUR
Dásamlegar sápur með hreina samvisku frá handverksfyrirtæki í Bretlandi. Markmið þeirra og hugsjón er að framleiða sápur sem hvorki skaða náttúruna né heilsu fólks. Andlitssápur, líkamssápur, hársápur og fleira. 

Verð frá 459 kr.

 

ÍSLENSKA BEINASEYÐIÐ
Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins. Íslenska beinaseyðið inniheldur ríkulegan skammt af kollageni, sem er talið gott fyrir bein og liði, og góðan skammt af steinefnum á aðgengilegu formi fyrir líkamann. Auk þess er talið að neysla á því sé einnig styrkjandi fyrir húð og meltingu. Tvær tegundir, lamba og kjúklinga. 

Verð 1.198 kr.

EKOLIFE NATURA – LIPOSOMAL BÆTIEFNI
Með liposomal tækninni nýtast bætiefni betur og skila sér hraðar út í líkamann. Nokkrar gerðir; C-vítamín, Curcumin og B-complex, sem inniheldur 8 B-vítamín. Frábær ný lína af spennandi vörum. 

Verð frá 3.438 kr.

 

SKANSK CHILI SÓSURNAR
Nú fást í Heilsuhúsinu sósurnar frá Skansk Chili. 12 ljúffengar og rótsterkar sósur sem eru ómissandi í eldamennskuna. Skansk Chili er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir lífrænt vottaðar sósur sem eru án gervi- og rotvarnarefna. Þetta verður þú að prófa! 

Verð frá 679 kr.

REGENERATING DAGKREM 
FRÁ DR. HAUSCHKA

Nýtt krem í Regenerating línunni, litað dagkrem, Day Cream Complexion. Fyrir þroskaða húð, dregur úr fínum hrukkum og kemur jafnvægi á húðina svo munurinn verður sjáanlegur. Lífrænt vottað (Natrue).

 

SOLARAY MULLEIN
Hentar þegar kvefið sækir að okkur og öndun verður erfiðari. Getur létt á öndun og losað slímstíflur. 

Verð 1.798 kr.

HUNTER&GATHER MAJONES OG OLÍA ÚR AVOCADO
Algerlega einstakar vörur frá Hunter&Gather. Þrjár gerðir af majonesi úr avocado; hvítlauks, chili/lime og klassískt. Svo bætist við fullkomin matarolía úr avocado, extra virgin. Dásamlegar vörur.

Verð frá 849 kr.

 

ACID SOOTHE OG PH STRIMLAR FRÁ ENZYMEDICA 
Rétt sýrustig (pH-gildi) líkamans er oft talið grunnur að góðri heilsu. pH strimlarnir frá Enzymedica geta hjálpað fólki að finna út hvert sýrustig líkamans er. 

Verð 3.305 kr..

Acid Soothe frá Enzymedica inniheldur meltingarensím, blöð frá papaya plöntunni, jurtir og zink sem hjálpa að halda réttu pH-gildi á magasýrum. Vinnur gegn nábít og brjóstsviða og styrkir slímhúð magans á sama tíma.

Verð1.917 kr.

 

NATURES AID 
NutriGUT-C er blanda gerlastofna á duftformi sem vinnur gegn hægðatregðu og IBS-C. 
NutriGUT-D eru hylki sem vinna gegn niðurgangi IBS-D og bólgu í iðrum. 
Pro-Derma er einstök blanda í hylkjum sem bætir heilbrigði húðar, er t.d. góð fyrir þá sem eru með rósroða, exem, psoriasis og bólur.

Verð frá 4.356 kr.

 

 

ECODIS – UMHVERFISVÆNAR VÖRUR
Stórsnjallar og endingargóðar! Uppþvottabursti með útskiptanlegum haus, endurvinnanlegir ruslapokar sem brotna niður og fallegir og endingargóðir bómullarpokar.

Einnig til fjölnota dömubindi, naglaþjöl, flöskubursti og margt fleira. Kynntu þér úrvalið af Ecodis vörunum í Heilsuhúsinu.

 

BETTER YOU MAGNESÍUM BLÖNDUR
Einstakar verðlaunavörur! Magnesium Sleep veitir náttúrulega slökun fyrir svefninn og Magnesium Sleep Junior styður við góðan svefn hjá börnum. Bone Lotion styður við heilbrigði húðar og beina, hentug vara á meðgöngu og fyrir vegan. 

Verð frá 2.829 kr.

 

 

QWETCH FLÖSKUR 
Qwetch flöskurnar eru úr stáli og er hágæða vara með einstaka einangrun. Fást í nokkrum stærðum og útgáfum. Teflaskan er með korki utan um stálið. Flöskurnar halda heitu og köldu. Glæsilegar flöskur, endingargóðar og notadrjúgar.

Verð frá 2.929 kr.

SKYN SMOKKAR
Mjúkir og næmir latexfríir smokkar. Skynfeel efnið er byltingarkennt latexfrítt efni sem gerir það að verkum að tilfinningin við notkun er eins náttúrulegt og hugsast getur. Mjúkt efni sem gerir áferðina eins og húð. SKYN Original eru mest seldu latexfríu smokkarnir í Evrópu.

Verð frá 669 kr.

 

ICEHERBS VARASALVAR
Æðisleg íslensk vara sem nærir og gælir við varirnar. Fæst með piparmyntu eða vanillubragði. Lífrænt vottaðir og innihalda eingöngu náttúrleg efni, þar á meðal græðandi íslensk fjallagrös sem gera varirnar einstaklega mjúkar.

Verð 699 kr.