Hvað er Kollagen?

30 Dec 2019

Það má segja að kollagen (collagen) hafi verið mest rædda efni snyrtivörubransans. Kannski engin furða miðað við hverju er lofað þegar vörur sem innihalda kollagen eru auglýstar. Í Heilsuhúsinu fást margar mismunandi tegundir kollagens til inntöku. En hvað er kollagen? Er þetta náttúrulegt efni eða framleitt á rannsóknarstofu? Er það bara fyrir húðina?

Það kann að koma mörgum á óvart að kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans. Kollagenið er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum mannslíkamans. Einnig er kollagen mjög stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Orðið kollagen er komið úr grísku en kolla þýðir lím. Því er oft talað um kollagen sem límið í líkamanum. Í stuttu máli má segja að kollagen prótein sjái til þess að vefir líkamans haldist sterkir.

Í eðlilegri líkamsstarfsemi framleiðir líkaminn kollagen en um 25 ára aldurinn fer að hægjast verulega á framleiðslunni, eða að meðaltali um 1,5% á hverju ári.

Þegar kollagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum. Við verðum aðeins stirðari og við finnum fyrir verkjum í liðum og liðamótum. Áhrifanna gætir einnig í húðinni því með minni kollagen framleiðslu byrja að myndast hrukkur í húðinni og teygjanleiki hennar minnkar.

Þó er ekki ástæða til að örvænta því rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á kollagen próteini er hægt að hjálpa líkamanum að vinna á móti minnkandi framleiðslu efnisins og þar með draga úr verkjum í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun

FEEL ICELAND AMINO MARINE COLLAGEN (sjávarkollagen )
Feel Iceland Amino Marine Collagen er fyrsta varan í fæðubótarefna línunni Feel Iceland. Amino Marine Collagen er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorsk, sem syndir villtur um Atlantshafið. Amino Marine Collagen er vatnsrofið kollagen duft án aukaefna. Fallegar umbúðir sem má endurvinna og endurnýta. Fæst í 140 gr. og 300 gr. dósum.

Fæst í netverslun. Smelltu

Higher Nature Collafle x Gold (sjávarkollagen )
U nnið úr sjávarafurðum (ekki hákörlum) og er vatnsrofið sem hjálpar líkamanum að taka upp efnið. Hjálpar líkamum að viðhalda kollageninu, þessu mikilvæga efni líkamans. Kemur í hylkjum sem auðvelt er að taka inn.

Fæst í netverslun. Smelltu.

Natures aid Collagen Beauty Formula (with Vitamin C, Zinc & B-Vitamins )
Collagen Beauty Formula styður við náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og er einnig talið gott fyrir hár, neglur og liði. Getur minnkað liðverki og endurheimt vöðva. Inniheldur líka C vítamín, zink og B vítamín. Hvert hylki inniheldur 500mg af hydrolýseruðu marine II kollageni.

Fæst í netverslun. Smelltu.

PureLogicolCollagen
Frábær vara sem inniheldur einnig aminósýrur en líkaminn notar þær til að búa til kollagen. Þar sem ensím eru notuð í framleiðslunni á PureLogicol verður upptaka innihaldsefnanna ótrúlega góð. Við inntöku á þessu bætiefni eykst raki húðarinnar og teykjanleiki til muna. Varan er GMP vottuð sem er mikill gæðastimpill. Purelogicol er ekki unnið úr sjávarafurðum.

Fæst í netverslun. Smelltu.

 

Skoðaðu allt úrvalið af kollagen vítamínum hér

 

Mynd: 123rf.com