Mý frí flugnafæla - nokkur góð ráð

09 Jul 2021

Það er frekar glatað að komast loksins í langþráð frí í fallegri sveit og vera svo bara étinn lifandi af flugukvikindum sem við köllum lúsmý. Það er þá eins gott að grípa til allra hugsanlegra ráða til að halda varginum í burtu og við kynnum aftur til sögunnar, Mý frí flugnafæluna sem sló í gegn síðastliðið sumar. Mý frí er úthugsuð blanda 5 ilmkjarnaolía, 100% hrein olía, sem er rosalega drjúg í notkun.

Hér eru  nokkrar leiðir hvernig best er að að nota Mý frí:
 
  • Notist beint á húð, en við mælum ávallt með að blanda Mý frí í grunnolíu, þar sem hún er mjög sterk. Olíu eins og kókos, möndlu eð jafnvel ólífuolíu, skiptir ekki öllu máli hver olían er. Sumir nota þó Mý frí flugnafæluna beint á húðina....en við mælum ekki með því.
  • Bera vel á handleggi, fótleggi, bringu og bara hvar sem er á líkamann.
  • Gott að setja nokkra dropa í stroffið á peysunni/bolnum/jakkanum, eins á sokkana og faldinn á buxunum. Líka í húfuna eða skyggnið á derhúfunni.
  • Nokkrir dropar (óblandaðir) í gluggaföls og dyraföls eða við innganginn í hjólhýsið/tjaldvagninn/tjaldið. Einnig í kringum heita pottinn og á útisvæðum. Einnig gott að setja nálægt rúmum áður en farið er að sofa.
  • Útbúa sprey, gott að nota þá einhverskonar alkohól til að blanda ilmkjarnaolíunum vel samanvið vatnið, en ef ekki er notað alkohól, þá þarf að passa að hrista vel brúsann áður en úðað er. Það er hægt að spreyja í kring um sig að vild og beint á flugur ef þær sjást.
  • Nota mý frí í ilmlampa, hægt að nota bæði úti og inni, til dæmis á svölunum.
  • Áður en haldið er af stað er sniðugt að þvo rúmföt og handklæði með Mý frí....þá er ca 20-30 dropar settir í mýkingarefnis hólfið.
 
Við vonum að þessar leiðbeiningar komi sér vel og hjálpi í baráttunni við skordýrin.
 
Heimild: www.numereitt.is