Sæl J
Það er ýmislegt sem þú getur notað og nóg til. Ef þú ert eingöngu með óþol fyrir hvítu hveiti og höfrum þá ættir þú vel að geta notað rúgflögurnar. Að auki gætir þú prófað bókhveitiflögur og hirsiflögur sem eru mjög góðar í grauta og múslí. Kinoa er gott í graut og svo eru chia fræi snilld með, hvort sem þú ert með heitan graut aða kaldan. Bókhveiti, hirsi, kinoa og chia eru glútenlaus og það er góð hugmynd fyrir flesta að sleppa glúteni af og til.
Hér til hægri á síðunni getur þú séð hvernig þessar vörur líta út.
Gangi þér allt í haginn!
Kær kveðja,
Inga