Óþol fyrir hveiti og höfrum

23 Jan 2015

Hæ hæ.

Þar sem ég er með óþol fyrir höfrum og hvítu hveiti þá var ég að spá hvað ég get notað í staðin fyrir hafra í graut og múslí. Ég hef prófað byggflögur frá móðir jörð og þær eru ágætar í grauta en mér finnst þær vera of litlar fyrir múslíið. Ég sé á síðunni að þið eruð með rúgflögur og speltflögur. Ég veit að ég má borða speltið en ég er að spá hvort rúgurinn sé ekki líka í lagi? Ég hef heyrt að hann sé jafnvel hollari en speltið.

Kv. J

Sæl J

Það er ýmislegt sem þú getur notað og nóg til. Ef þú ert eingöngu með óþol fyrir hvítu hveiti og höfrum þá ættir þú vel að geta notað rúgflögurnar. Að auki gætir þú prófað bókhveitiflögur og hirsiflögur sem eru mjög góðar í grauta og múslí. Kinoa er gott í graut og svo eru chia fræi snilld með, hvort sem þú ert með heitan graut aða kaldan. Bókhveiti, hirsi, kinoa og chia eru  glútenlaus og það er góð hugmynd fyrir flesta að sleppa glúteni af og til.

Hér til hægri á síðunni getur þú séð hvernig þessar vörur líta út.

Gangi þér allt í haginn!

Kær kveðja,

Inga