Opnunartímar yfir jól og áramót í Heilsuhúsinu í Kringlunni og netverslun Heilsuhússins.

Hormónajóga er náttúruleg leið til að örva og endurvekja hormónabúskapinn og hentar því konum á breytingaskeiði einstaklega vel.

Um er að ræða ákveðna æfingaröð, eitt heildstætt dýnamískt æfingakerfi, þar sem unnið er með ýmsar greinar jóga s.s hathajóga og jóga nidra og lífsorkuæfingarnar Qigong spila stórt hlutverk. Æfingaröðin tekur um 35 mínútur og hentar bæði byrjendum og jógaiðkendum.

Rakel Fleckenstein Björnsdóttir er hormónajógakennari og kennir einnig Qigong.

Mynd af blómi: ryan baker on Unsplash

Ónæmiskerfið samanstendur af mismunandi líffærum, vefjum og frumum. Það gegnir mikilvægu hlutverki eins og að vernda líkamann fyrir skaðlegum efnum, sýklum og frumubreytingum sem geta valdið veikindum. Til þess að styrkja ónæmiskerfið er mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu, fá nægan svefn, minnka stress og huga að andlegri heilsu ásamt því að borða næringarríka fæðu og þá helst ávexti og grænmeti. 

Þegar fjallað er um hvernig hægt er að efla og styrkja ónæmiskerfið er þessi vítamin og jurtir oftast nefnd; Zink, C vitamin, E vitamin, Sólhattur, Ólífulaufsþykkni, Hvítlaukur og GSE (Grapefruit seeds extract). En hvaða aðra kosti og virkni hafa þessi vitamin og jurtir að bjóða?

 

Húð- og snyrtivörur sem eru vegan innihalda engar dýraafurðir eða innihaldsefni sem eru gerð úr dýrum eða dýraafurðum. Hafa skal í huga að cruelty free vörur eru ekki alltaf vegan þar sem cruelty free þýðir að varan sé ekki prófuð á dýrum en varan sjálf getur samt innihaldið dýraafurðir. 

Ég vil byrja á að taka það fram að ég er ekki af þeirri skoðun að ég trúi því að hægt sé að koma í veg fyrir slitför. Á fyrstu meðgöngunni minni reyndi ég allt sem ég gat. Ég bar á mig sértilgerðar bumbuolíur kvölds og morgna og E-vítamín krem þess á milli og var svo miður mín þegar ég sá nokkuð snemma á meðgöngunni að ég var að fá slit. Undir lok meðgöngu var ég orðin vel skreytt slitum og skildi ekkert í því, þar til ég fór að lesa mér meira til um meðgöngu, fæðingu og kvenlíkamann yfir höfuð. 

Á vegan mataræði þarf að huga að því að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarfnast sem annars fást úr matvælum sem gerð eru úr dýraafurðum. Að miklu leyti er hægt að finna þessi næringarefni í matvælum án dýraafurða en það er mikilvægt að hafa í huga hvaða næringarefni þetta eru svo hægt sé að fylgjast með stöðu þeirra í líkamanum og jafnvel taka inn bætiefni til þess að styrkja sig.

Terranova var stofnað árið 2008 af Stephen Terrass sem hefur áralanga reynslu í bætiefnum með áherslu á næringu og virkni jurtanna. Vörurnar eru framleiddar í Bretlandi og er Terranova eitt af fáum stórum bætiefna fyrirtækjum sem notar ekki fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni í framleiðslu á sínum vörum ásamt því að vera 100% vegan. 

Veganismi/vegan lífsstíll snýst í grunninn um að sniðganga vörur sem eru gerðar að einhverju eða öllu leyti úr dýrum eða dýraafurðum. Einnig er litið til þess að nota einungis vörur sem eru Cruelty Free þar sem vörurnar hafa því ekki verið prófaðar á dýrum og að styðja ekki við fyrirtæki sem misnota dýr að einhverju leyti í sinni framleiðslu

Þegar ég varð vegan fyrir nokkrum árum, eftir að hafa verið grænkeri í rúmlega áratug, varð mér ljóst að ég þyrfti að huga enn betur að vítamín- og steinefnaneyslu til að forðast slen og slappleika. Ég bjóst við að þetta yrði leikur einn, ekki skorti framboðið af vítamínum, en raunin var önnur. Það reyndist mikið um gelatín, furðuleg bindiefni og allskonar snefilefni úr dýraríkinu í flestum vítamínum og bætiefnum.

Fimm fyrirtaksráð fyrir veganista.

"Ég hef alla tíð verið hrifinn af jurtafæði. Finnst plönturnar gefa mér góða orku og vellíðan, er iðulega léttur í maga og svo er mér afar annt um dýrin og umhverfið. Ég hef verið vegan síðan 2017 og er það lífstíll sem mér líður afar vel með á líkama og sál. Jurtafæði veitir okkur alla þá orku og næringu sem við þurfum. Að vísu er mælt með að grænkerar taki aukalega inn B12 vítamín."

Optibac eru góðgerlar sem lifa af ferðalagið í gegnum meltingarveginn og geta byggt upp heilbrigða þarmaflóru og bætt ónæmiskerfið. Byrjum á að skoða hvað ónæmiskerfið er. Í einföldu máli er þetta kerfi lífrænna ferla í líkamanum sem starfa saman og vernda okkur gegn meiðslum, eiturefnum, bakteríum og jafnvel streitu.

Góðgerlar á morgnana er orðinn fastur liður í rútínunni hjá mér og dóttur minni. Eftir að ég eignaðist dóttur mína fór ég að huga betur að heilsunni og fór að fræða mig meira. Þar á meðal fór ég að skoða góðgerla.

Til þess að setja heilbrigðan lífsstíl í forgang þarf að veita nokkrum þáttum athygli. Jafnvægi í næringu, svefn, dagleg hreyfing, streitustjórnun og efling félagslegrar heilsu eru lykilatriði til að upplifa vellíðan í daglegu lífi.

Meira er af járni en öðrum steinefnum í blóðinu. Mikilvægasta hlutverk þess er framleiðsla blóðrauða og vöðvarauða ásamt súrefnisbindingu rauðra blóðkorna. Járn er nauðsynlegt fyrir vöxt, heilbrigt ónæmiskerfi, orku og þrek.

Kalk, öðru nafni kalsíum er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Það er um 1,5 til 2% af líkamsþyngd, þar af 99% í beinum. Kalk er nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina og tanna. Það er mikilvægt fyrir myndun ensíma í líkamanum. Samdráttur vöðva, sending rafboða, stjórnun hjartsláttar og storknun blóðs þarfnast kalks. Rannsóknir benda til að kalk geti lækkað blóðþrýsting, minnkað blóðfitu og dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Magnesíum er ásamt kalki og fosfór nauðsynlegt fyrir heilbrigð og sterk bein. Það er hvati til myndunar ýmissa ensíma í líkamanum, sérstaklega þeirra sem stjórna orkumyndun. Það er náttúrulega vöðvaslakandi, einnig nauðsynlegt fyrir starfsemi tauga. Skortur á magnesíum hefur áhrif á taugaboð og vöðvasamdrátt.