UPPSKRIFTIR

Ljúffeng uppskrift að fylltum paprikum með kínóa, mosarella og döðlum.

Linsubauna bolognese með sætkartöflu spagetti fyrir grænkera og sanna sælkera.

Girnileg uppskrift af hollum maísbaunaklöttum.  Lárperusalsað passar fullkomnlega með!

Dásamlega einföld og góð uppskrift. 

Hér er uppskrift sem allir ættu að prófa. Heilsuvöfflur sem munu svo sannarlega slá í gegn :)

Þessar eru algjört æði! Kryddaður orkukúlur með gulrótum, döðlum og fleira góðgæti.

Ekkert jafnast á við heitan og hreinsandi drykk í morgunsárið, hér er einn góður!

Sólveig Sigurðardóttir lífstílsgúrú hefur haldið úti bloggi og facebooksíðu undir heitinu „Lífsstíll Sólveigar“. Hún notar vörurnar frá Sólgæti í sína matargerð. Vörur í matvörulínu Sólgætis eru vandlega valdar og merktar með upprunalandi svo neytendur vita hvaðan varan kemur. Hér er ein góð uppskrift frá Sólveigu sem allir í fjölskyldunni munu elska. 

Tyrkneskt Torshi - stór skammtur. Passar með öllum mat og er algjört lostæti.

 

Sýrður rauðlaukur er punkturinn yfir i-ið þegar kemur að salati eða ljúffengu meðlæti. 

Flestir eru vanir grænum djús – því ekki að prófa svartan? Hreinsandi og hressandi blanda.

Sýrt grænmeti og ávextir hafa fylgt mannkyninu svo lengi sem elstu heimildir geta.

Einstaklega braðgóður og einfaldur grænmetisréttur!

Ljúfeng sætkartöflu uppskrift sem allir verða að prófa!

Ef þú hefur ekki þegar hoppað á grænmetislengju-vagninn þá er rétti tíminn núna.

Allt er vænt sem vel er grænt.  Allt í blandarann og fullkomin morgundrykkur tilbúin með næringarefnum sem gera þér gott. 

Graskersrísóttó er alveg jafn mjúkt og dásamlegt og hefðbundið rísottó en hefur að geyma enn meiri hollustu. Hýðishrísgrjón bragðast alveg jafn vel og hvít en bæta við svo miklum trefjum, sem og góðum vítamínum og steinefnum. Fegurð þessa réttar liggur þó í mjúka maukinu úr ofnbökuðum butternutgraskersbitum krydduðum með paprikudufti og cumin, smá tahini, eplaediki og næringargeri. Því er síðan hrært saman við hrísgrjónin, ofan á það lagðir nokkrir mjúkir graskersbitar og ferskum kóríander stráð yfir. Prófið að bæta við gufusoðnum aspas og spergilkáli ofan á rísottó-skálina til að fá smá aukaskammt af hollustu. 

Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta. 

Þetta rauðrófucarpaccio er algjört sælgæti! Skærbleikar sneiðar af rauðrófu líta ótrúlega vel út á móti grænum klettasalatsblöðunum og salatsósan fær allt saman til að glansa. Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta. 

Brúnkurnar eru himneskar. Það hljómar skringilega að setja grænmeti í sæta rétti en sætar kartöflur bragðast hvort sem er meira eins og eftirréttur og þær eru svo þéttar og klístraðar! Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella, sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta. 

Hver biti er svo klístraður og súkkulaðilegur, það er ótrúlegt að hugsa til þess að hún sé búin til úr einungis ferns konar hráefni. Karamellan er geymd í frysti svo að þið getið gert stóra skammta af henni í einu til að eiga alltaf eitthvað dásamlega hollt til að njóta hvenær sem er. Uppskriftin er fengin úr bókinni Ómótstæðileg Ella sem inniheldur fjölda heilsusamlegra uppskrifta.