Kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans sem byggir bæði upp bandvef og húð. Kollagen er jafnframt algengasta próteinið í líkama okkar en það er að finna í öllum liðum, vöðvum og beinum. Kollagen er stór hluti af uppbyggingu húðarinnar, hársins og naglanna. Inntaka kollagens byggir því ekki aðeins upp sterkari bein og liði heldur stuðlar það að unglegra útliti, ljómandi húð, hári og nöglum.