Heilsuráð

Fimm fyrirtaksráð fyrir veganista.

Inga Kristjánsdóttir ræðir um hvað við getum gert til að hjálpa meltingunni á þessum árstíma þegar jólahlaðborðin svigna undan kræsingum og þungmetið er alsráðandi.

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti ræðir í þessu myndbandi um svefn og svefntruflanir og veitir góð ráð.

Hvernig höldum við orkunni inn í veturinn? Vantar okkur D vítamín? Eða hvað er málið? Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti var í viðtali í MAN þættinum á Hringbraut.

Haustið hefur svo sannarlega sinn sjarma og nú finnst flestum gott að koma sér í góða rútínu og keyra orkuna í gang fyrir verkefni vetrarins. Þá er nauðsyn að undirbúa sig vel, hlúa að sér líkamlega og andlega og nýta sér allt hið góða sem getur hjálpað við verkefnið.

Við komu haustsins er mikilvægt að næra sig vel og passa að streita yfir verkefnum hversdagsins nái ekki tökum á okkur. Styrkja ónæmiskerfið með góðum bætiefnum og jurtum, borða hollan mat og hreyfa sig - en það er ýmislegt fleira sem hægt er að gera til að viðhalda góðri heilsu.

Viltu ná og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, eðlilegri ristillosun og bæta efnaskipti líkamans? Hér er komið bætiefni sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Metabolic Balance er frábær ný vara sem fæst einungis í Heilsuhúsinu.

Nú hefur Solaray sent frá sér nýja og afar spennandi vöru sem við hjá Heilsuhúsinu kynnum með stolti; Grapenol skintoner með C-vítamíni.

Ilmkjarnaolíur eiga sér allt að 5000 ára sögu og notkun þeirra verið samofin menningu fjölmargra þjóða. Nú höfum við Íslendingar heldur betur uppgötvað þessa dásemd og hversu jákvæð áhrif ilmkjarnaolíur geta haft á líkama og sál.

Flestir vilja hvítar og fallegar tennur. Ein aðferðin við við hvíttun á tönnum er að nota Solaray lyfjakolin til að bursta og djúphreinsa tennurnar, kolin hvítta þær án þess að þær rispist. Ekki er verra að losna við andremmu þar sem kolin drepa bakteríur. Hér er ein uppskrift af heimagerðu tannkremi úr lyfjakolum!

Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur stundað nám í gagnreyndum heilbrigðisvísindum við Oxfordháskóla. Birna starfar sem ráðgjafi og veitir fræðslu byggða á næringarlæknisfræði í formi fyrirlestra og námskeiða.

Meðfylgjandi er grein Birnu G. Ásbjörnsdóttur um þarmaflóruna og þá þætti sem geta stuðlað að heilbrigðum meltingarvegi.

Biotta er frumkvöðull í framleiðslu á lífrænum söfum og öll framleiðslan fer fram í Sviss. Enginn viðbættur hvítur sykur, rotvarnarefni, bragðefni né litarefni.

 

Þá er nýtt ár gengið í garð og margir hafa strengt sér heit um allskonar heilsubætandi aðgerðir. Betra mataræði, fara í ræktina, hætta að reykja, minnka stress og fleira í þá áttina. Þessum lífsstílsbreytingum fylgir oft löngun til að ná sér í einhver bætiefni sem gætu stytt leiðina og létt lífið. Flestir ef ekki allir hafa séð auglýsingar varðandi hin og þessi efni, sem eiga hreint út sagt að gera kraftaverk á líðan og heilsu. Oftar en ekki staðhæfa þessar auglýsingar að bætiefnin grenni, yngi, gefi aukna orku og minnki hrukkur og verki.

Slakandi jólabað og smá dekur er góð blanda til að ná góðri slökun bæði í líkama og sál fyrir hátíðirnar!

Nú eru jólin framundan með öllum sínum hefðum. Við hittum fjölskyldu og vini og sinnum undirbúningi fyrir hátíðirnar. Þá er mikivægt að muna að ætla sér ekki of mikið og láta ekki stressið hafa slæm áhrif á líkama og sál. Hér eru nokkur góð ráð fyrir hátíðirnar:

 

Gréta Ósk starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi segir hér lesendum Heilsufrétta hvað viðskiptavinir hennar eru helst að biðja um þessi dægrin.

Haustið er dásamlegt og mörgum þykir það fallegasti tími ársins. Náttúran skartar sínu fegursta með magnaðri litadýrð og glæný uppskera fyllir ísskápa landsmanna. Nú týnist fólk heim úr sumarfríi, rútínan tekur við og regla færist yfir fjölskyldulífið. Sumarsukkið getur þó dregið dilk á eftir sér og hugsanlega eitt og annað sem þarf að færa til betri vegar.

Nýjar vörur líta dagsins ljós í Heilsuhúsinu í hverri viku.  

Beta Carotene Complex blandan byggir upp og viðheldur fallegum og heilbrigðum húðlit.

Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi og sér ekki fyrir endann á.