Heilsuráð

Breytingaskeiðið, eða tíðahvörf, er tímabil sem flestar konur upplifa á aldursbilinu 45 - 55 ára, sumar mun fyrr.

Tveir nýir vegan safar á Safabar Heilsuhússins; Græn próteinorka og Hnetudraumur. Safabar Heilsuhússins er staðsettur í Heilsuhúsinu Kringlunni. Kíktu við og bragðaðu á þessum spennandi nýjum söfum!

Við köllum Life-flo „virknilínuna“ því hún er full af virkum innihaldsefnum og hún virkar! Life-flo línan kemur upphaflega frá Kaliforníu og nú rúmum 20 árum síðar er hún ein sú stærsta á sínu sviði. 
Innihaldsefnin í Life-flo koma víða að; ilmkjarnaolíurnar eru gerðar úr jurtum frá öllum heimshornum og magnesíum flögurnar koma frá Nýja Sjálandi svo eitthvað sé nefnt. Life-flo línan er laus við paraben, gervi-, litar- og ilmefni og er aldrei prófuð á dýrum. Fyrirtækið var sannkallaður frumherji í hreinum húðvörum og hefur haldið sig við þau gildi alla tíð.

Nú er komið að því! Nú förum við út og hreyfum okkur. Og ef við komumst ekki út þá hreyfum við okkur heima. Mörg okkar eru þannig gerð að við ætlum að byrja á líkamsræktinni um næstu mánaðamót, næsta haust, eftir áramót eða bara á morgun. Nú leggjum við fögur fyrirheit að baki okkur og byrjum strax í dag!

Gyða Dís Þórarinsdóttir kennir jóga nánast alla vikuna í Studío Shree Yoga í Versölum í Kópavogi, við Salalaugina. Þar fær hún allt frá ungum krökkum upp í ellilífeyrisþega til sín í jóga. Aldurinn er afstæður, eldri borgarar ná t.d. að gera ótrúlegustu jógastöður, meðal annars höfuðstöðuna.

Beta Carotene er andoxunarefni sem tilheyrir flokki karótíníóíða. Það er helst að finna í ýmsu grænmeti og ávöxtum eins og gulrótum, graskerjum, sætum kartöflum, mangó, spínati og grænkáli.

Inga Kristjánsdóttir ræðir um hvað við getum gert til að hjálpa meltingunni á þessum árstíma þegar jólahlaðborðin svigna undan kræsingum og þungmetið er alsráðandi.

Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti ræðir í þessu myndbandi um svefn og svefntruflanir og veitir góð ráð.

Hvernig höldum við orkunni inn í veturinn? Vantar okkur D vítamín? Eða hvað er málið? Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti var í viðtali í MAN þættinum á Hringbraut.

Haustið hefur svo sannarlega sinn sjarma og nú finnst flestum gott að koma sér í góða rútínu og keyra orkuna í gang fyrir verkefni vetrarins. Þá er nauðsyn að undirbúa sig vel, hlúa að sér líkamlega og andlega og nýta sér allt hið góða sem getur hjálpað við verkefnið.

Við komu haustsins er mikilvægt að næra sig vel og passa að streita yfir verkefnum hversdagsins nái ekki tökum á okkur. Styrkja ónæmiskerfið með góðum bætiefnum og jurtum, borða hollan mat og hreyfa sig - en það er ýmislegt fleira sem hægt er að gera til að viðhalda góðri heilsu.

Viltu ná og viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd, eðlilegri ristillosun og bæta efnaskipti líkamans? Hér er komið bætiefni sem hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Metabolic Balance er frábær ný vara sem fæst einungis í Heilsuhúsinu.

Ilmkjarnaolíur eiga sér allt að 5000 ára sögu og notkun þeirra verið samofin menningu fjölmargra þjóða. Nú höfum við Íslendingar heldur betur uppgötvað þessa dásemd og hversu jákvæð áhrif ilmkjarnaolíur geta haft á líkama og sál.

Flestir vilja hvítar og fallegar tennur. Ein aðferðin við við hvíttun á tönnum er að nota Solaray lyfjakolin til að bursta og djúphreinsa tennurnar, kolin hvítta þær án þess að þær rispist. Ekki er verra að losna við andremmu þar sem kolin drepa bakteríur. Hér er ein uppskrift af heimagerðu tannkremi úr lyfjakolum!

Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur stundað nám í gagnreyndum heilbrigðisvísindum við Oxfordháskóla. Birna starfar sem ráðgjafi og veitir fræðslu byggða á næringarlæknisfræði í formi fyrirlestra og námskeiða.

Meðfylgjandi er grein Birnu G. Ásbjörnsdóttur um þarmaflóruna og þá þætti sem geta stuðlað að heilbrigðum meltingarvegi.

Biotta er frumkvöðull í framleiðslu á lífrænum söfum og öll framleiðslan fer fram í Sviss. Enginn viðbættur hvítur sykur, rotvarnarefni, bragðefni né litarefni.

 

Þá er nýtt ár gengið í garð og margir hafa strengt sér heit um allskonar heilsubætandi aðgerðir. Betra mataræði, fara í ræktina, hætta að reykja, minnka stress og fleira í þá áttina. Þessum lífsstílsbreytingum fylgir oft löngun til að ná sér í einhver bætiefni sem gætu stytt leiðina og létt lífið. Flestir ef ekki allir hafa séð auglýsingar varðandi hin og þessi efni, sem eiga hreint út sagt að gera kraftaverk á líðan og heilsu. Oftar en ekki staðhæfa þessar auglýsingar að bætiefnin grenni, yngi, gefi aukna orku og minnki hrukkur og verki.

Slakandi jólabað og smá dekur er góð blanda til að ná góðri slökun bæði í líkama og sál fyrir hátíðirnar!

Nú eru jólin framundan með öllum sínum hefðum. Við hittum fjölskyldu og vini og sinnum undirbúningi fyrir hátíðirnar. Þá er mikivægt að muna að ætla sér ekki of mikið og láta ekki stressið hafa slæm áhrif á líkama og sál. Hér eru nokkur góð ráð fyrir hátíðirnar: