Breytingaskeiðið, eða tíðahvörf, er tímabil sem flestar konur upplifa á aldursbilinu 45 - 55 ára, sumar mun fyrr.
Flestir vilja hvítar og fallegar tennur. Ein aðferðin við við hvíttun á tönnum er að nota Solaray lyfjakolin til að bursta og djúphreinsa tennurnar, kolin hvítta þær án þess að þær rispist. Ekki er verra að losna við andremmu þar sem kolin drepa bakteríur. Hér er ein uppskrift af heimagerðu tannkremi úr lyfjakolum!
Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur stundað nám í gagnreyndum heilbrigðisvísindum við Oxfordháskóla. Birna starfar sem ráðgjafi og veitir fræðslu byggða á næringarlæknisfræði í formi fyrirlestra og námskeiða.
Meðfylgjandi er grein Birnu G. Ásbjörnsdóttur um þarmaflóruna og þá þætti sem geta stuðlað að heilbrigðum meltingarvegi.
Þá er nýtt ár gengið í garð og margir hafa strengt sér heit um allskonar heilsubætandi aðgerðir. Betra mataræði, fara í ræktina, hætta að reykja, minnka stress og fleira í þá áttina. Þessum lífsstílsbreytingum fylgir oft löngun til að ná sér í einhver bætiefni sem gætu stytt leiðina og létt lífið. Flestir ef ekki allir hafa séð auglýsingar varðandi hin og þessi efni, sem eiga hreint út sagt að gera kraftaverk á líðan og heilsu. Oftar en ekki staðhæfa þessar auglýsingar að bætiefnin grenni, yngi, gefi aukna orku og minnki hrukkur og verki.
Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi og sér ekki fyrir endann á.
Heilsufar einstkalinga byggist á mótstöðuhæfni þeirra gegn álagi. Ónæmiskerfið sér um að verja fólk gegn sjúkdómum og halda skaðlegum örverum í skefjum. En hversu vel sem ónæmiskerfið starfar, þá getur sú starfsemi raskast ef of mikið er á það lagt. Má þar m.a. nefna umhverfismengun, einhæft eða óhollt fæði, reykingar og ofnotkun áfengis, einnig streitu, skort á hreyfingu og ófullnægandi svefn.
