D vítamín er stundum kallað sólarvítamínið vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Við sem búum hér á norðlægum slóðum þurfum auka D vítamín á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtan er. Það er nauðsynlegt líkamanum, er gott fyrir geðið og góða skapið, gefur frískleika í húðina og rjóðar kinnar. Þetta vitum við öll en okkur hættir nú til að gleyma því í dagsins önn. Því er fólk aldrei of oft minnt á að taka D vítamín.