Sæl vertu svefnlaus.
Innilega til hamingju með soninn.
Já það er rétt, það skiptir miklu máli hvað mæður með börn á brjósti borða. Auðvitað er misjafnt hve viðkvæm börnin eru , en þó er talsvert algengt að þau bregðist harkalega við fæði móðurinnar. Sérstaklega ef móðirin neytir fæðutegunda sem valda henni sjálfri óþolseinkennum. Þú gætir prófað að taka út hjá þér algenga óþolsvalda, eins og mjólkurvörur og hveiti (jafnvel glúten). Ég myndi mæla með að þú gefir litla drengnum vinveitta meltingargerla (probiotics), til dæmis Baby life frá Solaray sem eru sérhannaðar fyrir svona lítil kríli. Þetta eru þeir gerlar sem eru nauðsynlegir til að þau nái að þróa með sér góða þarmaflóru og það er svo sannarlega góður grunnur að góðri heilsu.
Þú getur líka prufað að fá þér te sem virkar róandi, eins og kamillu eða fennel. Einnig er hægt að gefa barninu slíkt te í litlum skömmtum.
Vonandi geta þessi ráð fækkað andvökunóttum og öllum fer að líða betur.
Gangi ykkur vel!
Inga næringarþerapisti.