Ennis- og kinnholusýking - hvað er til ráða?

23 Jul 2015

Sæl Inga.

Ég er að fá ítrekaðar kinn- og ennisholusýkingar. Ég vinn við að fljúga svo þetta fer alls ekki vel saman. Ég er ekki spennt fyrir að taka mikið pensilín eða fara í aðgerð.  Það er alveg spurning hvort það geti verið undirliggjandi ofnæmi líka og ég er að vinna í að fá tíma hjá ofnæmislækni.

Áttu einhverjar ráleggingar handa mér?

Kær kveðja B

Sæl  vertu B.

Takk fyrir spurninguna.

Ég skil vel að þú sért ekki beint hamingjusöm með þetta, enda mjög hvimleitt og sársaukafullt vandamál.

Endilega fáðu tíma sem allra fyrst hjá ofnæmislækni til að ganga úr skugga um hvort ofnæmi gæti verið hluti af þessu.

Annað sem getur ýtt hressilega undir svona kvilla er mataræðið og þá jafnvel eitthvert fæðuóþol. Einkenni þess geta verið þessi sem þú lýsir, og einnig slímmyndun í koki og efri hluta öndunarvegar, meltingartruflanir og fl og fl.

Algengur óþolsvaldur, sem er jafnframt mjög slímmyndandi fæða, eru mjólkurvörurnar og ef þú borðar þær þá myndi ég prófa að sleppa þeim alveg í 3 mánuði og sjá hvað gerist. Það getur auðvitað verið einhver önnur fæða en það er ágætt að byrja á þeim...... og appelsínum, þær eru líka algengur sökudólgur. Glúten og sykur liggja einnig oft undir grun við þessar aðstæður.

Svo er um að gera að skoða að taka inn eitthvað sem styrkir slímhúðirnar og getur hjálpað þér. Ég legg til blöndu frá Terranova sem inniheldur netlu, quercetin, turmerik, c vítamín og fleira gott. Omega fitusýrur (T.d. Salmon Oil), A vítamín eða Food carotin og zink geta líka hjálpað.

Bakteríudrepandi jurtir geta aðstoðað þig við að ná tökum á bakteríusýkingunni, til dæmis Grape fruit seed extract, oil of oregano og hvítlaukur.

Einnig hefur gefið góða raun að leita til homopata.

Það er mjög mikilvægt fyrir þig að passa að drekka nógan vökva, sérstaklega í fluginu og svo getur verið mjög gott að skola út nefið með saltvatni. Þú getur keypt þar til gerða könnu til þess.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað!

Þú getur séð hér til hægri á síðunni þær vörur sem ég tala um.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Inga

Copyright: jayfish / 123RF Stock Photo