Þegar fjallað er um hvernig hægt er að efla og styrkja ónæmiskerfið er þessi vítamin og jurtir oftast nefnd; Zink, C vitamin, E vitamin, Sólhattur, Ólífulaufsþykkni, Hvítlaukur og GSE (Grapefruit seeds extract). En hvaða aðra kosti og virkni hafa þessi vitamin og jurtir að bjóða?
Sínk
Nauðsynlegt steinefni og kemur víða við sögu. Það er gott fyrir:
- Húð og slímhúð
- Sjón
- Blöðruhálskirtill
- Ónæmiskerfið
- Eðlilega starfsemi innkirtla
- Hormónajafnvægi og frjósemi
- Inntaka við fyrstu einkenni kvefpesta getur stytt tíma kvefs
- Vinnur vel með C-vítamíni
C-vítamin
- Eitt mest notaða náttúrumeðal gegn kvefi og flensu
- Þekkt andoxunarefni
- Talið ónæmiseflandiog styrkja varnir líkamans
- Margir hafa tröllatrú á að C víamín dragi úr líkum á kvefi
- Dregur úr einkennum
- Styttir kveftímann
- Læknar skyrbjúg
- Hjálpar við upptöku járns
E-vítamín
- Eflir ónæmiskerfið
- Öflugur andoxari
- Verndar og styrkir frumur líkamans
- Mikilvægt fyrir augu og húð
- Aðstoðar við súrefnisflutning
- Bætir blóðrásina og hefur æða útvíkkandi áhrif
Sólhattur
- Ein mest notaða jurtin til að efla ónæmiskerfið
- Vinnur gegn kvefi og flensu
- - Heldur aftur af sýkingum
- Vægari einkenni
- Fljótari að ná sér
- Sólhattur notaður í margar kynslóðir gegn ýmsum kvillum, sagður:
- Sýklaeyðandi
- Dragaúrbólgum
- Flýta gróanda sára og áblástra
- Góður við meltingarkvillum
Ólífulauf
- Lengi notuð sem lækningajurt
- Ólífulauf hafa lengi verið notuð sem lækningajurt og algengast er að nota þau við ýmsum sýkingum.
- Margir taka þau yfir flensutímabil eða við fyrstu einkennum kvefpesta
- Eflir ónæmiskerfið
- Talið vinna gegn kvefi og flensu
- Talið draga úr bólgum
- Talið gott fyrir hjarta-og æðakerfið
- Góð áhrif á blóðþrýsting og blóðfitu
Hvítlaukur
- Styrkir ónæmiskerfið
- Vinnur gegn kvefi og flensu
- Heldur bakteríum og veirum í skefjum
- Dregur úr bólgu
- Hjarta-og æðakerfi
- Minnkar kólesterólmagn í blóði
- Vinnur gegn myndun blóðtappa
- Lækkar blóðþrýsting
- Hefur lækkandi áhrif á blóðsyku
- Hefur sefandi áhrif á meltingarveginn
Grapefruit seeds extract (GSE)
- Oft kallað sýklalyf náttúrunnar
- Talið vinna gegn bakteríu-og sveppasýkingum
- Með breiðvirka sýklahamlandi virkni
- Þekkt andoxunarefni
Það er alltaf best að fá vítamín þörfina uppfyllta í gegnum matarræðið. Inntaka vítamína og jurta geta stutt við það ef ekki næst að uppfylla daglega vítamínþörf í gegnum matarræðið.
Mynd: www.123rf.com