Keyrum þetta í gang!

14 Sep 2017

Haustið hefur svo sannarlega sinn sjarma og nú finnst flestum gott að koma sér í góða rútínu og keyra orkuna í gang fyrir verkefni vetrarins. Þá er nauðsyn að undirbúa sig vel, hlúa að sér líkamlega og andlega og nýta sér allt hið góða sem getur hjálpað við verkefnið.

Hjá okkur í Heilsuhúsinu finnur þú landsins mesta úrval af hreinum vörum sem hjálpa þér við að ná upp og viðhalda orkunni, bæði andlegri og líkamlegri. Komdu í heimsókn og kynntu þér þær vörur sem eru hér að neðan og allt hitt sem við höfum að bjóða.

SOLARAY BIOCITRATE MAGNESIUM 
Hentar þeim sem sækjast eftir öflugu og auðupptakanlegu magnesíum bætiefni. Stuðlar að eðlilegri vöðvaslökun fyrir alla vöðva líkamans eftir ánægjuleg átök. Getur einnig komið betra jafnvægi á taugakerfið og bætt svefn.
Verð: 2.044 kr.

SOLARAY ASTAXANTHIN 
Getur aukið þol og styrk við æfingar og dregið úr harðsperrum auk þess að vera nærandi og styrkjandi fyrir húðina.  Rétta varan fyrir þá sem vilja bæta orkuna.
Verð: 4.616 kr.

SOLARAY ANTIOXIDANT 
Blanda andoxunarefna sem getur eflt ónæmiskerfið og þar með haldið líkamanum ferskum og frískum. Nauðsyn þeim sem stunda líkamsrækt 
og hreyfa sig reglulega. Einnig gott fyrir þá sem 
eru undir miklu álagi og þurfa að hlúa að heilsunni.
Verð: 2.435 kr.

NUUN FREYÐITÖFLUR
Stútfullar af söltum og steinefnum sem stuðla að betra vökvajafnvægi í líkamanum. Nuun gefur orku, eykur úthald og vöðvastyrk við líkamsæfingar, sem og í daglegu 
lífi. Nauðsyn í hot yoga! 
Verð: 898 kr.

BURNIRÓT – ARCTIC ROOT 
Getur gefið meiri og jafnari orku og úthald við dagleg verkefni og átök. Getur einnig hjálpað gegn kvíða og vægu þunglyndi og er því einstaklega góð í skammdeginu. Hentar konum jafnt sem körlum 
og hefur reynst frábærlega hér á landi.
Verð: 2.849 kr