Er nauðsynlegt að taka D-vítamín á vorin og sumrin?

22 Oct 2014


Á Íslandi er sólin ansi hreint lágt á lofti stærstan hluta ársins og margir vilja meina að manns-líkaminn nái aðeins að vinna D-vítamín úr geislum hennar í 6-8 vikur á ári. Ef við gefum okkur að það sé rétt, auk þess sem reikna má með að stór hluti fólks noti sterka sólvörn, þá er svarið já, en kannski má minnka skammtana.