Aukin orka og kraftur á nýju ári!

05 Jan 2015

AUKTU ÁRANGUR ÞINN í líkamsræktinni
– MEIRI ORKA, AUKIÐ ÚTHALD!

Terranova hefur hannað frábæra blöndu jurta sem auka orku, úthald og styrk og koma þér svo sannarlega upp úr sófanum. Blandan inniheldur frostþurrkaðan rauðrófusafa, sveppablöndu (Cordyseps- og Reishisveppi), hveitigras, engifer og cayenne pipar.

Rauðrófur eru í dag eitt allra vinsælasta fæðubótarefnið til þess að auka getu í íþróttum og líkamsrækt. Einstakir eiginleikar hennar eru vel rannsakaðir og komið hefur í ljós að nitrat innihald hennar eykur súrefnisupptöku, úthald og snerpu vöðvanna.

  • Cordyseps-sveppurinn eykur úthald og vöðvastyrk við æfingar og hefur verið notaður af keppendum fjölmargra þjóða á Ólympíuleikum.
  • Reishisveppurinn hefur verið mikið rannsakaður og komið í ljós að hann getur aukið úthald við æfingar og styrkir um leið ónæmiskerfið.

Reishi er oft nefndur sveppur ódauðleikans. Hveitigras inniheldur efni sem hafa jákvæð áhrif á orkumyndun og geta ýtt undir árangur og getu. Engifer og cayenne-pipar flýta svo frásogi jurtanna í mannslíkamanum og herða á virkni blöndunnar. Virkni jurtanna er mest um tveimur klst. eftir inntöku og því er best að taka blönduna inn um tveimur klst. fyrir æfingu.

TERRANOVA BEETROOT JUICE SPORTBLANDA
•    Eykur úthald og vöðvas tyrk
•    Eykur súrefnisupptöku
•    Eykur getu í íþróttum og líkamsrækt
•    Styrkir ónæmiskerfið
•    ENGIN fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni
•    Hentar grænmetis- og jurtaætum (Vegan)