Sæl vertu.
Þetta er leitt að heyra og um að gera að spyrna við fótum og reyna að hressa sig við.
Þú talar ekki um að þú takir nein bætiefni fyrir, þannig ég geng út frá því að þú gerir það ekki.
Einnig minnist þú á skjaldkyrtilslyf og kvíðalyf og ég reikna ekki með öðrum lyfjum þegar ég ráðlegg þér.
Það er best að byrja á grunninum, hvað varðar bætiefnin. Ein góð fjölvítamín á dag tryggir þér svoítinn skammt af öllum vítamínum og steinefnum sem þú þarfnast. Ég ráðlegg þér Full Spectrum Multivitamin frá Terranova.
Omega 3 er bráðnauðsynlegt líka, sérstaklega þar sem þú nefnir gigt og kvíða. Omega 3 hefur nefninlega mikil áhrif á bólgur (gigtina) og taugakerfið (kvíðann). Prófaðu Salmon Oil frá Solaray, hún er frábær.
D vítamín er mjög mikilvægt, sérstaklega á þessum árstíma. Ef þig vantar D vítamín þá geta verkir orðið mun verri og kvíðinn getur orðið meiri. Endilega fáðu þér D vítamín. Guli miðinn er með flott slíkt.
Grunnur góðrar heilsu er að þarmaflóran sé í lagi. Ef það er ekki þá getur ýmislegt farið úrskeiðis. Þarmaflóran er samsett af fjöldanum öllum af bakreríum og betra að hafa þær af réttu tegundinni. Góðgerlar fyrir meltinguna í bætiefnaformi geta gert gæfumuninn og gert mikið gagn. Prófaðu Multidophilus 12 frá Solaray.
Svo gætir þú prófað ýmislegt fleira og ég tel hér upp vörur sem gætu hjálpað:
IbuActin, bólgueiðandi og verkjastillandi blanda frá Solaray, Turmeric extract frá Solaray, Burnirót/Arctic Root (fyrir taugakerfið), B Complex með C vítamíni frá Terranova, Selenium frá Solaray fyrir skjaldkirtilinn þinn.
Auðvitað er margt annað til, en ég myndi byrja á að skoða þetta.
Þú getur séð vörurnar sem ég tala um hér til hægri á síðunni.
Kær kveðja og gangi þér vel,
Inga næringarþerapisti