Íslenskt te í útrás Arctic Mood

02 Sep 2015

Arctic Mood er íslenskt vörumerki sem fram-leiðir dásamlega gott te, unnið úr íslenskum lífrænt ræktuðum jurtum. „Markmiðið er að teframleiðsla fyrirtækisins verði leiðandi í framleiðslu á jurtatei á Norður-löndunum“ segja eigendur og stofnendur þessa kraftmikla frum-kvöðla-fyrirtækis.

Þau Birgir Þórðarson, Arndís Ósk Jónsdóttir, Sveinbjörg Jónsdóttir og Hildur Hörn Daðadóttir stofnuðu Arctic Mood vorið 2011 eftir að Birgir var búin að prófa sig talsvert áfram með teframleiðslu.  „Við töldum Ísland hafa ákveðna sérstöðu hvað varðar jurtir. Töluvert úrval er á Íslandi af hollum og sterkum jurtum – en þær eru kannski ekki bragðmiklar og oft ekkert sér-staklega bragðgóðar. T.d. fjallagrösin sem eru í öllum okkar blöndum – einstaklega holl en ekki sérstaklega bragðmikil ein og sér.“

„Því þróaðist sú hugmynd að framleiða teblöndur úr íslenskum og erlendum jurtum. Með áherslu á gott bragð, en engu að síður yrði hollustan alltaf í fyrirrúmi. Engin aukaefni eru í te-blöndunum, bragðefni eða erfða-breytt hráefni. Engu að síður búa öll tein okkar yfir ákveðinni virkni – og bera nöfnin þess merki á einn eða annan hátt. Slakandi er t.d. með jurtum sem róa og hita líkamann og svo framvegis. Og öll eru tein lífrænt vottuð.“

Framundan eru spennandi tímar hjá Arctic Mood, vörulínan er að breikka og ætlunin er að fara út í aðrar vörur en te. Þá er einnig á stefnuskránni að markaðssetja þessa frábæru vöru á erlendum mörkuðum.

Komdu í Heilsuhúsið og prófaðu hin frábæru te frá Arctic Mood á Te-barnum okkar. Nú, eða taktu pakka með þér heim og prófaðu heima.