MOSO - náttúrulegi lyktareyðirinn!

04 May 2016

Moso er náttúrulegur lyktareyðir sem eyðir lykt, ofnæmisvöldum og hættulegri mengun á einfaldan, öruggan og náttúrulegan hátt. Moso pokinn inniheldur bambus kol sem eru þeirri náttúru gædd að þau draga í sig alla ólykt og raka og koma þannig einnig í veg fyrir myglusveppamyndun. Moso er algerlega laus við öll ilmefni.

Notkun
Moso pokinn er lagður nálægt uppsprettu lyktarinnar eða á rakasvæði og innan skamms tíma, venjulega á innan við sólarhring, er ólykt á bak og burt. Pokinn fæst í mismunandi stærðum.

  • 200 gr pokinn hentar fyrir smærri rými (um 8 m2). Tilvalinn í bílinn, skápana, þvottahúsið og baðherbergið.
  • 50 gr pokarnir eru seldir tveir saman. Þeir henta vel t.d. fyrir skó, í íþróttatöskuna og skúffurnar.
  • 75 gr pokinn kemur í staðinn fyrir matarsótakrukkuna í ískápnum. Kemur líka að gagni í frystinum. Sogskál fylgir með svo pokinn tekur ekki mikið pláss.


Endurvinnsla og næring í garðinn
Pokinn endist í allt að 2 ár, en gott er að viðra hann mánaðarlega til að endurnýja notagildi pokans, en það gerist í birtu og sólskini. Þegar pokinn hefur lokið hlutverki sínu sem lyktareyðir er hægt að losa kolin í garðinn og þau styðja gróðurinn við upptöku raka og næringar. Þannig fullkomnast lífsferill Moso pokans. 

Pokarnir fást í fjórum mismunandi útgáfum í netverslun Heilsuhússins.