Þurrburstun eykur heilbrigði!

02 Jan 2017

Að bursta líkamann hátt og lágt hjálpar líkamanum að losna við dauðar húðfrumur og gefur húðinni aukna mýkt og ljóma. Talið er að burstunin hjálpi til við upptöku næringarefna, auki blóðflæði og styðji sogæðakerfið við losun eiturefna úr líkamanum. Langar þig að prófa þurrburstun? Hér er það sem þú þarft að vita!

Góður tími
Við mælum með daglegri burstun, jafnvel tvisvar á dag, árangursríkast er að bursta líkamann áður en farið er í sturtu eða bað. Þannig verður burstunin sjálfsagður hluti af daglegum venjum þínum.

Aðferð
Byrjaðu með léttum þrýstingi og endaðu í ákveðnum strokum um allan kroppinn. Byrjaðu á iljunum og burstaðu svo upp leggina, í átt að hjartanu. Endurtaktu hverja stroku fimm sinnum.

Þegar þú ert búin að bursta neðri hluta líkamans burstarðu lófana og upp handleggina að innan og utan. Endurtaktu fimm sinnum.
Næst er það búkurinn. Nú kemur bursti með löngu skafti sér vel til að ná niður á allt bakið. Burstaðu bakið og bringuna fimm sinnum. 
Í lokin burstarðu magann – hann skrúbbar þú í hringi, fimm sinnum. Húðin í andlitinu er of viðkvæm fyrir þurrburstun.

Í sturtunni eftir burstun losar þú þig við dauðar húðfrumur og finnur strax mikinn mun á húðinni. Til að ná hámarks árangri og fá gott orkuskot í kroppinn er gott að fara í heita og kalda bunu til skiptis í sturtunni. Hljómar þetta ekki vel? Prófaðu, því þurrburstun er 
dásamleg og líkaminn á eftir að launa þér.

Burstinn
Það er mikilvægt að velja vandaðan bursta sem gerður er eingöngu úr náttúrulegum efnum. Hárin á burstanum eiga að vera stíf viðkomu en þó aðeins sveigjanleg. Veldu bursta með löngu skafti svo þú náir auðveldlega að bursta allan kroppinn.

Försters burstinn úr bambusviði og sisalhampi
Þægilegur baðbursti úr 100% náttúrulegum efnum, með löngu handfangi sem gagnast við burstun líkamans, ekki síst ef bursta á bakið vel.
 
Svamphanskinn frá Försters
Svamphanskinn er úr lífrænt ræktuðum svampi og bómul. Hann er með gati fyrir þumalinn. Mjúkur svampurinn hentar vel til að skrúbba líkamann og gera húðina mjúka og líflega. 

Hörhanskinn frá Försters
Grófur nudd-hanski sem hreinsar húðina vel, hvort sem er með þurrburstun eða góðri olíu. Hanskinn er úr lífrænum hör og bómul. 



 

Til að setja punktinn yfir iið mælum við með náttúrulegum líkamskremum og olíum sem fást í Heilsuhúsinu.

Aqua oleum möndluolía
Aqua oleum möndluolían hentar öllum húðtegundum og er tilvalin eftir skrúbbið. Gott að nota daglega á andlitið og allan líkamann. 
 
Lavera húðmjólk
Stinnandi húðmjólk fyrir allan líkamann. Þessi áburður frá Lavera er unninn úr grænum kaffibaunum, grænu tei, vínberjum og rósmarín. Allt náttúrulegar afurðir sem þekktar eru fyrir stinnandi verkun.

Biona Coconut Virgin oil
Kaldpressuð kókoshnetuolía er mjög góð á líkamann eftir góða skrúbbhreinsun. Olían hefur nærandi eiginleika og er líka góð í hárið – og í matargerð.