Hreinsun á nýju ári með Biotta

11 Jan 2017

Biotta er frumkvöðull í framleiðslu á lífrænum söfum og öll framleiðslan fer fram í Sviss. Enginn viðbættur hvítur sykur, rotvarnarefni, bragðefni né litarefni.

 

MORGUNVERÐARDRYKKUR
Biotta Fit Breakfast drykkurinn er tilvalin orkubomba í morgunverð eða á milli mála. Þessi safablanda inniheldur allt sem þú þarft í nútíma morgunverði. Gerður úr blöndu nýuppskorinna lífrænna ávaxta og óteljandi annarra lífrænna næringarefna eins og mysu, appelsínusafa, bananamauki, vínberjasafa, malt extrakti og hunangi. Gefur mikla orku til að halda þér gangandi daglangt.


GRANATEPLASAFI
Kostir granatepla fyrir heilsuna eru endalausir. Þau innihalda mjög hátt magn andoxunarefna, eru rík af kalíum og innihalda líka beta-karótín, B1 og B2-vítamín, C-vítamín, kalsíum, magnesíum, fosfór og járn. Andoxunarefni vernda frumur líkamans gegn sindurefnum og hafa jákvæð áhrif á endurnýjun fruma. Það kemur engum á óvart hversu vinsæl granatepli hafa verið í gegnum tíðina.


VITA 7 SAFINN
Biotta Vita 7 safinn inniheldur dásamlega blöndu úr ferskum lífrænum appelsínum, gulrótum,  banönum, eplum, ananas, mysu og vínberjum. Biotta Vita 7 er ríkur af ómissandi næringarefnum sem styrkja ónæmiskerfið og auka vellíðan. Vítamínbomba dagsins!