Tannkrem úr Solaray Activated Coconut lyfjakolum

19 Jan 2017

Flestir vilja hvítar og fallegar tennur. Ein aðferðin við við hvíttun á tönnum er að nota Solaray lyfjakolin til að bursta og djúphreinsa tennurnar, kolin hvítta þær án þess að þær rispist. Ekki er verra að losna við andremmu þar sem kolin drepa bakteríur. Hér er ein uppskrift af heimagerðu tannkremi úr lyfjakolum!

Innihald:
¼ bolli matarsódi
1 tsk himalayasalt
1 tsk Solaray Activated Charcoal
1 tsk Biona kókosolía
5-6 dropar af Aqua Oleum piparmyntu ilmkjarnaolíu

Aðferð:

  • Setjið bökunarsóda, koladuft og himalayasalt í litla krukku eða box sem þægilegt er að dýfa tannburstanum ofaní. Blandið vel saman.
  • Bræðið kókosolíuna og blandið henni saman við þurrefnin, þar til blandan er orðin að einskonar þykku deigi.
  • Bætið í 5-6 dropum af piparmintu ilmkjarnaolíu, meira ef bragðið á að vera sterkara.

Þessi skammtur dugar í u.þ.b. viku og gott að búa til nýtt vikulega svo tannkremið sé alltaf ferskt og gott.

Það er magnað hvernig þetta biksvarta koladuft gerir tennurnar hvítari og heilbrigðari!

Smelltu hér til að kaupa í netverslun.