Eyvindur úr geithvönn

25 Jan 2017

Geithvannarsafinn Eyvindur er mjög athyglisvert og spennandi nýtt fæðubótarefni unnið úr ferskri geithvönn. Geithvönnin er týnd í óspilltri íslenskri náttúru og úr henni er pressaður safinn sem síðan er hraðfrystur. Safinn er 100% hreinn geithvannarsafi og án nokkurra viðbættra aukefna. Hvönnin vex best á votlendum engjum og bökkum meðfram ám samanber Laxá í Aðaldal, en þar tína Hvannalindir meðal annars hvönnina sem notuð er í framleiðsluna á safanum Eyvindi.

Hvönn hefur allt frá landnámi verið talin til bestu íslensku lækningajurta, en hingað til hefur athyglin þó aðallega beinst að ætihvönninni. Í bókum er þess getið að FjallaEyvindur, frægasti útilegumaður Íslandssögunnar, hafi valið sér staði þar sem mikið var af hvönn samanber Hvannalindir og Herðubreiðarlindir. 
Hugmyndin að safanum kom frá hinum landsþekkta látna miðli, Einari frá Einarsstöðum. Hann sendi frumkvöðli Hvannalinda skilaboð í gegnum miðil þess efnis að geithvönnin byggi yfir sérstökum lækningamætti.
Það er mikið gleðiefni að þessi frábæra íslenska náttúruvara fáist nú í Heilsuhúsinu.

Krabbinn ýtti honum af stað.
Stofnandi Hvannalinda er Þórður Pétursson sem flestir þekkja sem Dodda. Hann er landsþekktur fluguhnýtingamaður og eru flugur hans notaðar um allan heim við laxveiðar. Doddi greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir um tólf árum. 
Þeim sjúkdómi fylgir iðulega hátt PSA (Prostata Specific Antigen) gildi í blóði og hefur mæling á því reynst hjálpleg til greiningar sjúkdómsins. Eftir greininguna fór Þórður að leita upplýsinga um helstu lækningajurtir hér á landi og að lokum varð það úr að hann fór að taka inn safa úr geithvönn með góðum árangri. 

 

EYVINDUR ÞYKIR VINNA GEGN VANDAMÁLUM Í BLÖÐRUHÁLSKIRTLI: 

  • HÆKKUÐU PSA GILDI. 
  • GÓÐKYNJA STÆKKUN. 
  • TÍÐUM ÞVAGLÁTUM EÐA ÖÐRUM VANDA-MÁLUM SEM TENGJAST BLÖÐRUNNI.