Kefir hefur reynst mörgum mjög vel til að bæta meltinguna og almenna vellíðan með því að koma þarmaflórunni í lag. Kefir er yfirleitt þynnri en venjulegt jógúrt eða skyr. Kefir kúltúrinn eða „kornin“ eins og þau eru oft kölluð líkjast helst blómkáli eða kotasælu og eru mjúk og svampkennt viðkomu. Hægt er að fá kefir bæði ferskan og þurrkaðan. Ferskan er hægt að nota strax til að sýra mjólk en þurrkaðan þarf að virkja fyrst.
Lestu allar leiðbeiningarnar áður en þú byrjar!
Byrjum á byrjuninni
Mjólkur kefir „korn“ er bakteríukúltúr sem gengið hefur mann fram af manni um aldir og er notaður til að gerja eða sýra kúamjólk. Úr verður kefir jógúrt sem þó er yfirleitt þynnra en t.d. jógúrt eða skyr. Kefir jógúrt er súr og full af vinveittum gerlum. Hana má borða eina og sér eða nota í ostagerð, salatsósur, brauðgerð, ísgerð ofl.
Áður en þú getur farið að framleiða kefir jógúrt heima þarftu að virkja „kornin“.
Svona virkjar þú kefir kornin
- Þetta ferli tekur 3-10 daga
Þú þarft:
- 1 poka af þurrkuðum kefir „kornum“ sem þú finnur í þessum kassa
- Fullfeita kúamjólk (nýmjólk, ekki létt eða undanrennu)
- Hreina glerkrukku
- Hreinan klút, kaffipoka eða eldhúsrúllubréf og teygju til að festa á krukkuna
- Sigti úr plasti
- Hitamæli (til að fylgjast með hitastigi rýmisins sem þú gerjar í)
Aðferð:
- Helltu kefir „kornunum“ í krukkuna og helltu 180ml af mjólk yfir (mjólkin má vera köld)
- Hrærðu aðeins í með plast eða tré áhaldi
- Settu nú klút, kaffipoka eða eldhúsrúllubréf yfir opið og festu vel með teygjunni
- Geymið nú krukkuna á öruggum stað við 20-28°C
- Athugið að hitastigið skiptir miklu máli, ef það er of kalt er ekki hægt að virkja kefirinn og er það er of heitt deyr hann
- Kannaðu málið eftir 10-24 klst. Er mjólkin farin að þykkna eða hefur áferðin breyst eitthað?
Ef já;
-
Um leið og þú tekur eftir því að áferð mjólkurinnar breytist:
• Hrærðu í mjólkinni og sigtaðu kefir kornin frá
• Taktu fram hreina krukku, settu kefirinn ofan í og helltu nú 250ml af nýrri mjólk yfir
• Hyldu krukkuna eins og áður og láttu gerjast í 10-24klst
Ef Nei:
-
Ef engin breyting hefur orðið á 24klst:
• Hrærðu í mjólkinni og sigtaðu kefirkornin frá
• Taktu fram hreina krukku og helltu aftur 180ml af nýrri mjólk á kefirinn í krukkunni
• Hyldu krukkuna eins og áður og láttu standa við 20-28°C
Þegar kefir kornin eru byrjuð að sýra mjólkina skaltu aldrei minnka magn mjólkur sem þú notar
Kefir kornin verða virk á 3-10 dögum með þessari aðferð. Því kaldara sem rýmið er því lengri tíma tekur það. Passaðu að hafa alls ekki minna en 20°C því ekki er líklegt að þér takist að virkja kefirinn við lægra hitastig.
Hvernig veistu hvernær kefir kornin eru orðin virk?
- Þegar kefir kornin eru farin að þykkja mjólkina í hvert skipti við 24klst gerjun eru þau orðin virk.
- Venjulega þarf að skipta um mjólk a.m.k. 3-5 sinnum áður en það gerist en það getur tekið skemmri eða lengri tíma
- Þú þarft að henda hverjum mjólkurskammti eftir notkun þangað til kefirinn er orðinn virkur og farinn að sýra mjólkin
- Það er eðlilegt að það komi örlítil gerlykt af kefirnum til að byrja með
- Kefirinn er ætur um leið og hann bragðast og lyktar vel, með greinilega súrt bragð
- ATH að þú borðar ekki kefir „kornin“ heldur sigtar þau alltaf frá til að nota í næsta skammt. Þau munu breyta um lit og áferð þegar þau verða virk. Þau verða hvít og mjúk, líkjast helst kotasælu.
- Þú þarft alltaf kornin til að gerja, passaðu að sigta þau alltaf frá og henda þeim ekki.
Hvað nú?
Um leið og kefir „kornin“ eru orðin virk, farin að sýra mjólkina, ertu komin/n með kefir kúltúr sem getur gerjað mjólk út í hið óendanlega ef þú hugsar vel um hann.
Nú sigtar þú einfaldlega kefirkornin frá á 24klst fresti (ef það er kalt getur það tekið allt að 48klst en aldrei gerja í meira en 48klst) og endurtekur ferlið. Geymdu tilbúna kefir jógúrtið í lokuðu íláti í ísskáp og notaðu að vild. Geymist í 2-3 vikur í kæli. Notaðu alltaf hreina krukku í hvert skipti.
Hver teskeið af kefirkornum ræður við að sýra 250ml af mjólk. Þegar* kefirkornin þín byrja að vaxa getur þú smám saman aukið magn mjólkur. Ef þú vilt ekki sýra meira magn getur þú gefið hluta kefir kornanna eða geymt þau með því að frysta þau eða þurrka.
*Einstaka þurrkaður kefir nær aldrei að fjölga sér en getur samt sýrt mjólk án vandræða.
Kefir er svolítið eins og gæludýr
Kefir kúltúrinn eða kornin þarf að sigta frá mjólkinni og fóðra á hverjum degi með nýrri mjólk. Ef þú gleymir því er hætta á að hann skemmist eða hreinlega deyi.