Hvað er beinaseyði?

26 Jun 2018

​Beinaseyði er ein elsta heita máltíð mannsins. Þekkingin um þennan heilsudrykk hefur fylgt manninum í gegnum aldirnar og er löng hefð fyrir neyslu á beinaseyði víða um heim. Á síðustu árum hefur eftirspurn eftir hágæða beinaseyði aukist, sérstaklega á Vesturlöndum. Það er einkum heilnæmi beinaseyðisins sem gerir það eftirsóknarvert og hefur löngum verið talið að neysla á því sé styrkjandi fyrir húð, meltingu og liði.

BEINASEYÐI FYRIR HEILBRIGÐA HÚÐ
Kollagen er algengasta prótín líkamans og gegnir fjölmörgum hlutverkum, til að mynda beinum, tönnum, sinum, liðum, liðböndum og brjóski. Kollagen gegnir einnig veigamiklum þætti þegar kemur að heilbrigðu hári, húð og nöglum. Það eru til margar gerðir af kollageni en um 80-90 % af því kollageni sem finnst í spendýrum er gerð I, II og III. 
Gerð I er að finna í beinum, sinum, liðböndum og húð, II gerð er að finna í brjóski og gerð III er að finna í húð, vöðvum og beinmerg. Beinaseyði sem soðið er úr góðri blöndu af beinum og brjóski getur innihaldið gerð I,II og III. Líkaminn framleiðir kollagen fram að fertugu og eftir það fer framleiðslan að minnka. Auk hækkandi aldurs getur streita og veikt ónæmiskerfi haft áhrif á kollagenmyndun líkamans. Því getur verið æskilegt fyrir okkur að neyta kollagens til þess að vinna á móti þessari minnkuðu framleiðslu líkamans. Fjölmargar kollagenvörur eru til á markaðnum sem eru meðal annars notaðar til þess minnka verki og draga úr hrukkumyndun. 

Ein góð leið til að neyta kollagens er drekka beinaseyði auk þess sem maður fær fjöldan allan af öðrum efnum með. Kollagen inniheldur glýsín, prólín og hydroxyprólín, þrjá amínósýrur sem líkaminn notar til þess að búa til sitt eigið kollagen. Til gamans má geta að kvikmyndastjörnur og fyrirsætur eins og Shailene Woodley,  Elle MacPherson, Salma Hayek og Gwyneth Paltrow drekka beinaseyði fyrir húðina.

BEINASEYÐI FYRIR BEIN OG LIÐI
Beinaseyði hefur löngum verið talið gott fyrir bein því í því er að finna kynstrin öll af efnum sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigði þeirra. Með því að drekka beinaseyði færðu ríkulegan skammt af kollageni og góðan skammt af steinefnum á aðgengilegu formi fyrir líkamann en það er einkum magn kollagensins sem gerir það að verkum að beinaseyði er talið gott fyrir bein og liði. Kollagen er prótín sem finnst alls staðar í líkamanum – í beinum, liðum, sinum, liðböndum og tengivefum. Það mætti segja að kollagen sé límið sem heldur öllu saman og heldur líkamanum sveigjanlegum og þrautseigum. Ef stuðnings kollagens nyti ekki við þá myndi maður hreinlega detta í sundur.

Hvað heilbrigða liði varðar þá spila meðal annars sérstök sykurprótín, svokölluð GAGs (e. glycosaminoglycan), stóra rullu sem og einnig glúkósamín en þessi efni er að finna í beinaseyði. Tvær þekktar tegundir af GAGs eru Hyaluronic acid og Chondroitin sulfate og eru þessi efni, ásamt glúkósamíni, seld sem lyf og eru vinsæl til að nota við slitgigt og öðrum bólgusjúkdómum.
Hægt er að fá þessi efni úr beinaseyði auk þess sem maður fær fjöldan allan af öðrum efnum með. Til gamans má nefna að íþróttastjörnur eins og Kobe Bryant eru að nota beinaseyði til þess að halda sér í formi

ÚR HVERJU ER BEINASEYÐI?
Beinaseyði er soðið úr íslensku vatni, íslenskum dýrabeinum, grænmeti og kryddjurtum. Þegar kemur að því að velja bein fyrir suðu er þess gætt að velja hágæða bein og að samsetning þeirra sé þannig að mikið sé um liði, brjósk og merg. Við suðu losnar kollagenprótein (1, 2 og 3) úr beinunum, fita úr mergnum og ýmis önnur efni úr brjóski og liðum, til að mynda glycosaminoglycans (GAGs) og amínósýrurnar glýsin, prólín og glútamín, og ýmis önnur snefilefni. Til þess að tryggja að næringarefni losni úr beinunum er beinaseyði soðið í 24+ klst og verkað á ákveðinn hátt. Við lok suðunnar er grænmeti og 
kryddjurtum bætt út í.

HVERNIG NOTA ÉG ÞAÐ?
Beinaseyðið er tilbúið til neyslu beint úr krukkunni. Það er hægt að drekka það heitt í staðinn fyrir kaffi eða te, það er hentugt sem millimál og til að nota eftir erfiðar íþróttaæfingar. Það er frábært sem súpu- eða sósugrunnur, til að gufusteikja kjöt eða grænmeti upp úr eða bæta í hrísgrjón. Í raun hentar beinaseyði í uppáhaldsrétti hvers og eins. Sumir fá sér einn bolla á morgnana og aðrir fá sér einn bolla fyrir svefninn.

  • Beinaseyðin fást í verslunum Heilsuhússins á höfuðborgarsvæðinu.

UPPLÝSINGAR UM SEYÐI

TEGUND
Lambabeinaseyði.
RÚMMÁL
500 ml.
GEYMSLUÞOL
Notist innan 3 - 5 daga eftir opnun.
Geymist í kæli 0 - 4 °C.

INNIHALDEFNI
Vatn*, lambabein*, paprikuduft**,
gulrætur*, laukduft**, eplaedik**,
hvítlauksduft**, garðablóðberg*,
meiran*, sjávarsalt* og pipar**.
*Íslensk afurð
** Lífræn afurð
NÆRINGARGILDI í 100 g:
Orka 43,5 kJ/10,4 kkal
Fita 0 g
Þar af mettuð 0 g
Kolvetni 0 g
Þarf af sykurtegundir 0 g
Prótein 2,6 g
Salt 0,15 g

TEGUND
Kjúklingabeinaseyði.
RÚMMÁL
500 ml.
GEYMSLUÞOL
Notist innan 3 - 5 daga eftir opnun.
Geymist í kæli 0 - 4 °C.

INNIHALDEFNI
Vatn*, kjúklingabein*, paprikuduft**,
gulrætur*, laukduft**, eplaedik**,
hvítlauksduft**, garðablóðberg*,
meiran*, salvía*, steinselja*,
sjávarsalt* og pipar**.
*Íslensk afurð
** Lífræn afurð

NÆRINGARGILDI í 100 g:
Orka 50,2 kJ/12,0 kkal
Fita 0 g
Þar af mettuð 0 g
Kolvetni 0 g
Þarf af sykurtegundir 0 g
Prótein 3,0 g
Salt 0,3 g


Heimildir: 

1)http://dujs.dartmouth.edu/2013/01/why-does-your-skin-age/#.WlCWFEx2veK
2) Harvey Lodish, et al., Molecular Cell Biology, 8th edition (New York: W. H. Freeman, 2016)
3) https://benthamopen.com/contents/pdf/TONUTRAJ/TONUTRAJ-8-29.pdf
4) http://doktor.is/fyrirspurn/hvao-eru-glucosamine-og-chondroitin
5) https://www.webmd.com/vitamins-supplements/ingredientmono-1062-hyaluronic%20acid.aspx?activeingredientid=1062&
6) http://www.espn.com/nba/story/_/id/12168515/bone-broth-soup-helping-los-angeles-lakers-kobe-bryant