Túrmerik - öfluga lækningajurtin

10 Sep 2018

Túrmerik hefur fyrir löngu sannað sig sem mjög öflug lækningajurt. Túrmerik hefur verið notað í indverska matargerð í meira en 2500 ár og er til að mynda uppistaðan í karrýi. Það hefur einnig verið notað sem litarefni í Suðaustur Asíu í mörg hundruð ár og þá hefur jurtin að sjálfsögðu verið notuð sem lækningajurt í Asíu enn lengur.

 
Túrmerik getur hjálpað gegn hinum ýmsu kvillum, allt frá meltingartruflunum upp í gigtarsjúkdóma. Við hvetjum lesendur til þess að kynna sér betur ótrúlega virkni túrmeriks á líkamann. 
 
Turmerik fæst sem fæðubótarefni (virka efnið heitir curcumin), í hylkjum og dropum í Heilsuhúsinu, en einnig er hægt að útbúa sér sitt eigið bætiefni á einfaldan hátt.
 
Golden túrmerik paste er einföld viðbót við mataræði manna og einnig dýra, sem getur hjálpað til við gigtar- og liðvandamál. Má borða eitt og sér að setja út í smoothie eða mat. Þá er gullslegna túrmerik teið bæði meinhollt og dásamlega bragðgott.
 
TÚRMERIK GULLSLEGIÐ TE 
Þessi léttkryddaði drykkur svipar til chai te í bragði og er stútfullur af bólgueyðandi og andoxunarefnum, þökk sé pipraða túrmerikinu. Smá sletta af hunangi gefur akkúrat rétta sætumagnið, á meðan engifer og svartur pipar setja smá bit í drykkinn. 
Hentar fyrir tvo.
 
Innihald: 
  • 1 bolli ósæt jurtamjólk, helst kókos- eða möndlumjólk 
  • 1 stk kanilstöng 
  • 1 stk túrmerik, um 2,5 sm, skorin þunnt, eða 1/2 tsk túrmerik duft. 
  • 1 stk engifer, um 1-1,5 sm, þunnt skorin 
  • 1 msk hunang 
  • 1 msk virgin kókosolía 
  • 1/4 tsk svartur pipar, heil korn
  • 1 bolli vatn
  • kanil duft til skreytingar 
Aðferð: 
  1. Hrærið saman  mjólk, kanilstöng, túrmerik, engifer, hunang, kókosolíu og piparkorn út í vatn í potti. Hitið upp að rólegri suðu. 
  2. Lækkið hitann og leyfið að malla í 10 mínútur. Hellið í bolla í gegnum sigti og skreytið með smá kanildufti. 
  3. Hægt að geyma í allt að fimm daga í ísskáp í loftþéttum umbúðum. Hitið þá fyrir neyslu. 
Ef túrmerik duft er notað þarf að hræra í bollanum því duftið á það til að setjast á botninn.
 
Golden túrmerik paste – einfalt að búa til: 
  • 125 ml túrmerik frá Sonnentor 
  • 250 ml vatn 
  • 1 tsk nýmalaður svartur pipar (má sleppa fyrir dýrin)
  • 70 ml kaldpressuð kókosolía frá Biona 

Hrærið öllu saman.