Svefnráðin 10

01 Aug 2020

Tíu svefnráð frá Erlu Björnsdóttur,doktor í líf- og læknavísindum og sálfræðingur.

  • Forgangsraða svefni og reyna að tryggja nægan svefn alla daga vikunnar
  • Fara að sofa og á fætur á svipuð tíma alla daga vikunnar
  • Takmarka skjánotkun a.m.k. síðustu tvær klukkustundir fyrir svefn
  • Koma upp rólegum kvöldvenjum sem skapa ró og vellíðan
  • Takmarka neyslu koffeins og ekki neyta þess eftir kl 14:00 á daginn
  • Reyna að stunda hreyfingu á hverjum degi en þó ekki seint á kvöldin
  • Borða reglulega yfir daginn en forðast sykur og þungar máltíðir fyrir svefn
  • Taka frá tíma snemma kvölds til að fara yfir skipulag næsta dags
  • Forðast streituvaldandi áreiti seint á kvöldin
  • Hafa svalt loft og dimmt í svefnherbergi og forðast truflandi áreiti, t.d. snjalltæki

 

Mynd: www.123rf.com