Veganismi og Guli miðinn | grein eftir Víði Þór Þrastarson

20 Dec 2021

"Ég hef alla tíð verið hrifinn af jurtafæði. Finnst plönturnar gefa mér góða orku og vellíðan, er iðulega léttur í maga og svo er mér afar annt um dýrin og umhverfið. Ég hef verið vegan síðan 2017 og er það lífstíll sem mér líður afar vel með á líkama og sál. Jurtafæði veitir okkur alla þá orku og næringu sem við þurfum. Að vísu er mælt með að grænkerar taki aukalega inn B12 vítamín."

"Þó svo ég fái alla mína orku og næringu úr jurtaríkinu er ég mjög hrifinn af því að taka inn stærri skammta af fæðubótaefnum til að auka hreysti mína og líðan. Ráðlagður dagskammtur segir til um það magn sem við þurfum til að líða ekki skort. En oft getur verið gott að taka inn stærri skammta t.d af C vítamíni til að efla ónæmiskerfið.

Guli miðinn býður upp á breiða línu af úrvals bætiefnum sem mörg hver eru vegan. Þessi bætiefnalína hefur verið framleidd fyrir íslenskan markað í yfir 30 ár. Notaðar eru þær bestu fáanlegu vörur sem þróaðar eru sérstaklega með þarfir Íslendinga að leiðarljósi og samkvæmt Evrópskum stöðlum. Vörurnar eru pakkaðar í dökk glerglös til að varðveita gæði innihaldsefna sem best og verja gegn birtu. Vörurnar bera alþjóðlega GMP gæðavottun og vinnsla efnanna er samkvæmt ströngustu gæðakröfum.

Þær vörur sem ég nota helst eru:

B12 (sugutöflur): Þetta eru bragðgóðar töflur án sykurs og veita 1000 mcg sem er góður skammtur til að vinna gegn þreytu og mæði. Auk þess er B12 talið nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt fruma og frumuskiptinga, heilbrigði tauga og húðar, almenn efnaskipti og svo frumuvöxt þá fátt eitt sé nefnt. Inntaka á B12 hefur mikið verið rannsökuð í tengslum við ýmsa heila- og taugasjúkdóma og talið er að vítamínið geti gefið góða vernd hvað það varðar.  Með því að sjúga töflurnar fer frásog fram í gegnum slímhúð og þaðan inn í kerfið og upptakan því oft betri en í gegnum þarmana.

C-vítamín: C-1000 er mitt uppáhald. Vítamínið vinnur gegn þreytu og orkuleysi og getur styrkt eðlilega starfsemi ónæmiskerfissins. C vítamín er einnig mikilvægt þegar kemur að myndum kollagens í húð og líkamsvef. Vítamínið hjálpar einnig til við frásog á járni og hefur í raun jákvæð áhrif á flesta vefi líkamans.

Steinefnablanda: Virkilega vönduð blanda af fjölmörgum steinefnum sem styður við almenna líkamsstarfssemi, orku og vellíðan. Fjölmörg steinefni eru að finna í blöndunni þar með talið Járn, kalk og magnesíum, kalíum, sínk, króm og selen. Sem dæmi má nefna að Króm hjálpa insúlíni að koma sykrum inn í frumurnar og getur þannig dregið úr sykurlöngum. Þess ber þó að geta að við eigum öll að sneiða framhjá viðbættum sykri eins og kostur er. Járn hjálpar til við að binda og flytja súrefni með rauðum blóðkornum í líkamsvefi. Kalk hjálpar til við beinheilsu. Magnesíum við almenn efnaskipti og hefur einnig jákvæð áhrif á sefkerfi líkamans, s.s vinnur gegn streitu.Selen styrkir síðan ónæmiskerfið.

Íslensk þarahylki: Joð er ákaflega mikilvægt steinefni, er sterkur andoxari og getur stuðlað að bættri heilsu húðar, hárvaxtar og nagla. Joð spilar einnig mikilvæga rullu þegar kemur að heilbrigði skjaldkirtils. Það er notað við framleiðslu á skjaldkirtilshormónum og er alveg sérstaklega mikilvægt hjá þunguðum konum við þroska á miðtaugakerfi barna.

Ég hvet svo alla til að venja sig á að borða hollan, ferskan og sem minnst unnin mat. Hreyfa sig daglega, anda að sér fersku lofti og njóta þeirrar dásamlegu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Því til viðbótar getur verið tilvalið að prófa sig áfram hvað vönduð fæðubótaefni varðar og þar kemur guli miðinn sterkur inn. Úrvalið er frábært og er ég alveg sérstaklega ánægður með framboðið fyrir þá sem eru vegan."

Heilsukveðja,
Víðir Þór Þrastarson, íþrótta- og heilsufræðingu