Ónæmiskerfið

15 Feb 2022

Ónæmiskerfið samanstendur af mismunandi líffærum, vefjum og frumum. Það gegnir mikilvægu hlutverki eins og að vernda líkamann fyrir skaðlegum efnum, sýklum og frumubreytingum sem geta valdið veikindum. Til þess að styrkja ónæmiskerfið er mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu, fá nægan svefn, minnka stress og huga að andlegri heilsu ásamt því að borða næringarríka fæðu og þá helst ávexti og grænmeti. 

Að vísu eru ýmis bætiefni sem hægt er að taka til þess að styrkja ónæmiskerfið enn frekar en þar má nefna D-vítamín, C-vítamín, E-vítamín, A-vítamín, Sínk, Selenium, Grapefruit Seed Extract, Sólhatt, Propolis, Ylliber (Elderberry), ólífulauf og hvítlaukstöflur. Meltingarflóran okkar er einnig nátengd ónæmiskerfinu og er því gott að huga að því að taka inn góðgerla sem styðja við góðu bakteríurnar í þarmaflórunni okkar.


Það getur verið mismunandi hvað reynist best fyrir hvern og einn til að styrkja sitt ónæmiskerfi en hægt er að nálgast ýmsar blöndur hjá okkur í Heilsuhúsinu ásamt því að fá ráðgjöf hjá starfsfólki okkar um hvað sé best fyrir hvern og einn að taka inn í bætiefnaformi miðað við mataræði og lífsstíl. 

 

MyndBrooke Lark on Unsplash