Andlitskrem með breiðvirkri 30 SPF sólarvörn sem inniheldur túrmerik, ferúlík sýru og C vítamín. Hentar einstaklega vel til að viðhalda æskuljóma húðarinnar, koma í veg fyrir hrukkumyndun og stuðla að endurnýjun húðarinnar.
Setjið á ykkur sólgleraugun! Þessi sólarvörn er örugg fyrir neðansjávarrifin og er ekki skaðleg, né mengandi fyrir lífkerfin, eins og hefðbundnar sólarvarnir eiga til að vera. Virka efnið í andlitskreminu, sem ver húðina frá skaðlegum sólargeislum er zink. Þessi nærandi sólarblanda með jurtum og andoxunarefnum hjálpar þér, og húðinni þinni, að líða vel og þrífast vel. Gerðu þitt besta sól, við erum tilbúin!
Andlitskremið er unnið úr jurtum og náttúrulegri fæðu, innihaldsefnin eru lífræn, kjarnaolíurnar eru hreinar og umbúðirnar eru vistvænar. Í vörurnar fer bara það besta.
Acure nota engin skaðleg efni í snyrtivörurnar sínar og meirihluti innihaldsefna eru vottuð lífræn. Allar vörur frá Acure eru vegan og án parabenefna, jarðolíu, formaldehýðs og súlfats. Þær eru án míkróplastefna, vaselíns og formalíns og eru framleiddar án þess að notast sé við hliðarafurðir úr dýrum og eru „Cruelty Free“ sem þýðir að þær eru framleiddar án grimmdar gagnvart dýrum og að þau stunda ekki tilraunir á dýrum.
• Hjálpar til við að koma í veg fyrir sólbruna • Notist eftir leiðbeiningum með öðrum sólarvarnaraðferðum (Sjá leiðbeiningar), Dregur úr líkum á húðkrabbameini og snemmbærri öldrun húðarinnar vegna dvalar í sólinni. Viðvaranir • Eingöngu til útvortis notkunar. Notist ekki á sára eða rofna húð. Varist að kremið berist í augun. Skolist af með vatni. Hættið notkun og leitið læknisráða ef upp koma útbrot á húð. Geymist þar sem börn ná ekki til. Ef varan er innbyrt skal strax leita læknishjálpar eða hafa samband við eitrunarmiðstöð. Kremið getur skilið eftir bletti í sumum flíkum. Leiðbeiningar • Berist rausnarlega á húð um 15 mínútum áður en haldið er út í sólina. • Eftir sund eða ef þú hefur svitnað mikið, er best að bera kremið aftur á 80 mínútum síðar, eftir að húð hefur verið þurrkuð með handklæði. • Annars er best er að bera vörnina á húðina á tveggja tíma fresti • Leiðir til að verjast úti í sólinni. • Dvöl úti í sólinni eykur líkur á húðkrabbameini og snemmbærri öldrun húðarinnar. Til að draga úr þessari hættu er gott að nota reglulega sólarvörn með breiðvirkri 15 SPF vörn eða sterkari vörn en það en það, ásamt öðrum sólarvarnaraðferðum á borð við að: • Takmarka tíma úti í sólinni, sérstaklega milli 10 á morgnana og 14 síðdegis. • Skynsamlegt getur verið að klæðast langerma bolum, síðbuxum og notast við hatta og sólgleraugu.
Purpose Sunscreen Inactive Ingredients Water, Coconut Alkanes, Glycerin, Squalane, Cetearyl Olivate, Cetearyl Alcohol, Sorbitan Olivate, Panthenol, Tocopherol, Niacinamide, Tanacetum Annuum Flower Oil, Aloe Barbadensis Leaf Juice, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Cocos Nucifera (Coconut) Oil, Glycine Soja (Soybean) Oil, Argania Spinosa Kernel Oil, Sodium PCA, Allantoin, Lecithin, Bisabolol, Pullulan, Xanthan Gum, Sclerotium Gum, Caprylyl Glycol, Coco-Caprylate/Caprate, Heptyl Undecylenate, Polyhydroxystearic Acid, Cetearyl Glucoside, Silica, Hexylene Glycol, Caprylhydroxamic Acid, Ethylhexylglycerin.