Ennis- og kinnholubólga

13 Oct 2014

Ennis- og kinnholubólgur eru gjarnan nefndar í sömu andrá þar sem algengt er að sýkingar á þessum svæðum nái sér á strik samtímis. Þetta er þó ekki aldgild regla og getur komið fyrir í sitthvoru lagi. 

Ennis- og kinnholur eru sameiginlegt heiti yfir göng og holur sem liggja í höfuðkúpunni: fyrir ofan augun (í enninu), sitthvorum megin við nefið inn í kinnbeinunum og fyrir aftan nefbeinið. Í þessum göngum framleiðir líkaminn bakteríudrepandi slím og er nokkurs konar hreinsistöð fyrir það loft og ryk sem við öndum að okkur. Auk þess rakamettast loftið í þessum göngum sem minnkar ertingu í slímhúðinni. Ef göngin eru of þröng ráða þau illa við slímframleiðsluna og stíflast auðveldar en ella. Myndast þannig slímpollar sem eru kjörnar aðstæður fyrir bakteríur og vírusa að ná sér á strik og valda bólgum. 

Til eru tvær gerðir af ennis- og kinnholubólgum: bráðabólga og þrálát bólga. Bráðabólga kemur yfirleitt í kjölfar sýkinga af völdum baktería eða vírusa í hálsi, nefi eða efri öndunarvegi (kvef, hálsbólga) og er um helmingur bólgnanna bakteríusýking. Þrálát bólga getur orsakast af ýmsum þáttum og meðal þeirra eru nabbar eða slímhúðarsepar í nefi, hafi nefbeinin skaddast, beinar og óbeinar reykingar og áreiti af ertandi gufum og sterkum efnum (t.d. málningu og lími). 

Orsakir 

Kvef veldur gífurlegri framleiðslu á slími í nefgöngum og er einn algengasti undanfari ennis- og kinnholubólgna. Ofnæmi, hvort sem er heymæði, frjókorna- eða fæðuofnæmi, ertir einnig slímhúðina og veldur bólgum. Það leiðir ekki endilega alltaf til sýkinga í ennis- eða kinnholunum en langvarandi ofnæmisbólgur í nefi veikja mótstöðu slímhúðarinnar gegn bakteríum og vírusum sem eiga þá auðveldara með að ná sér á strik. Virðist sem fólk með mjólkurofnæmi sé gjarnara á að fá ennis- og kinnholubólgur. Fólk sem er með veikt ónæmiskerfi er einnig í meiri hættu á að fá sveppasýkingu í ennis- og kinnholur, en þess háttar sýkingu þarf að meðhöndla tafarlaust. 

Einkenni 

Einkenni ennis- og kinnholubólgna geta verið vægur hiti (stundum hár), hósti (líka þurr), höfuðverkur og/eða þrýstingur í höfði, eyrnaverkur, tannverkur, verkur í andliti, erfiðleikar með að anda gegnum nefið (stíflað nef), tap á lyktarskyni og eymsli í enni og kinnum. Ef sársauki kemur þegar bankað er létt á enni og kinnar með fingrunum er mjög líklega sýking eða bólga til staðar. Hafi sýkingin náð sér á strik er slímið yfirleitt þykkt og gult, jafnvel appelsínugult eða grænleitt. Í kjölfarið geta fylgt særindi í hálsi, ógleði og andremma, auk þess sem öndunarerfiðleikar geta valdið hrotum og svefnleysi. Verði augun mjög þrútin, rauð eða bólgin er mælt með að leita læknis. Ef þykknað slímið verður glært á u.þ.b. viku, er líklega ekki sýking til staðar. Ef það verður grænt eða gulleitt er svæðið sennilega sýkt. Ef lítil sem engin kvefeinkenni eru en glært slím rennur úr nefinu, eru meiri líkur á að um ofnæmi sé að ræða. 

Hvað er til ráða? 

Forðist beinar og óbeinar reykingar. Farið reglulega í andlitsgufu í 5-10 mínútur í senn (eða þar til gufan klárast). Árangursríkt getur reynst að setja nokkra dropa af eucalyptus, piparmyntu eða rósmarín kjarnaolíum út í vatnið, einnig kjarnaolíublöndur eins og Olbas eða Jaminz og leggja handklæði yfir höfuðið til að fanga sem mest af gufunni. Heit sturta getur líka hjálpað til. Heitir eða kaldir bakstrar geta einnig reynst vel og er afar einstaklingsbundið hvort reynist betur. Einnig er hægt að setja nokkra dropa af fyrrnefndum kjarnaolíum í skál með vatni á ofninn í svefnherberginu og anda þeim þannig að sér á meðan sofið er. Ekki er mælt með því að þvinga slímið út með því að snýta sér kröftuglega þar sem slímið þrýstist þá aftur út í kinn- og ennisholurnar. Betra er að reyna að koma slíminu út í gegnum munninn. Farið reglulega til tannlæknis þar sem sýkingar í tönnum og/eða munni geta auðveldlega borist í ennis- og kinnholur. 

Mataræði 

Borðið eins mikið af hráu fæði og kostur er, sérstaklega af ávöxtum og grænmeti. Drekkið mikið vatn og ferska ávaxta- og grænmetissafa. Drekkið og borðið einnig mikið af heitum vökva, s.s. te og súpur, það hjálpar til við að koma slíminu á hreyfingu og losar um stíflur og spennu í göngunum. Minnkið saltneyslu og forðist sykur. Sneiðið hjá mjólkurvörum þar sem þær eru slímmyndandi, þá er einnig átt við jógúrt og kotasælu. Ef grunur leikur á að um fæðuofnæmi sé að ræða gæti reynst skynsamlegt að fara í ofnæmispróf til að ganga úr skugga um hvaða fæðutegundir valdi ofnæminu. 

Bætiefni líkamans gegn árásum sindurefna (mengun, reykingar), einnig virðist það draga úr magni histamíns í blóðinu.1,2 Histamín er efni sem veldur ofnæmisviðbrögðum í líkamanum, en það losnar úr frumum þegar líkaminn telur sig verða fyrir áreiti óvinaefna.fyrirbyggir losun histamíns úr ónæmisfrumum.ananas og ananassafa. Sýnt hefur verið fram á að það dragi úr einkennum á bráðabólgum.3,4,5 Það eykur einnig virkni kversetíns.líkamanum. Til í hylkjum og í fljótandi formi en stórhugar geta að sjálfsögðu tuggið fersk rifin.hvítu blóðfrumurnar og er á þann hátt jafnframt bakteríudrepandi.á sýklalyfjakúr.

Náttúrulegt, heimalagað nefsprey 

Blandið í 1 bolla af volgu vatni 1/2 tsk af salti og hnífsoddi af matarsóda. Setjið blönduna í nefið með spreyi, Neti-pot (fæst í Heilsuhúsinu) eða dropateljara 3-4 sinnum á dag. Einnig er hægt að kaupa tilbúna saltlausn fyrir þá sem vilja það heldur. 

Heimildir: 

1. Clemetson, CA. Histamine and ascorbic acid in human blood. J Nutr 

1980;110:662–8.

2. Bucca C, Rolla G, Oliva A, Farina JC. Effect of vitamin C on histamine bronchial responsiveness of patients with allergic rhinitis. Ann Allergy 1990;65:311–4.

3. Ryan R. A double blind clinical evaluation of bromelains in the treatment of acute sinusitis. Headache 1967;7:13–7.

4. Taub SJ. The use of bromelains in sinusitis: a double-blind evaluation. EENT Monthly 1967;46(3):361–5.

5. Seltzer AP. Adjunctive use of bromelains in sinusitis: a controlled study. EENT Monthly 1967;46(10):1281–8.

Einnig: Prescription for Nutritional Healing, 2nd edition, J.F. Balch & P. Balch. 

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.