Sæl G,
Þetta er spurning sem við fáum oft og svarið við henni er, já svo sannarlega!
Margar konur hafa mikinn áhuga á að leita náttúrulegra leiða og koma því í Heilsuhúsið til að fá góð ráð. Það eru til fjölmargar jurtir og bætiefni sem geta gagnast konum á breytingaskeiði. Margar sérhannaðar vítamín og jurta-blöndur hafa reynst konum vel.
Þá má einnig nefna soja, rauð-smára, wild yam, salvíu, maca rót og fleira.
Í þessu gildir, eins og svo oft, að hver og ein kona þarf að finna það sem hentar best en það er mjög einstaklingsbundið.
Við mælum til dæmis með Kvenna-blóma frá Gula miðanum, Chello, Femarelle, Femi balance frá Solaray og Menophase frá Higher Nature. Sjá hér.
Gangi þér vel,
Inga