Er inntaka vítamína og bæti-efna nauðsynleg?

21 Oct 2014

 Fáum við allt sem við þörfnumst úr fæðunni? 

 

Okkar skoðun er sú að ef ein-staklingur borðar alla daga vel samsetta fæðu, gætir þess að kaupa alltaf lífræna og helst íslenska heimaræktaða matvöru, notar ekki unnin matvæli heldur eingöngu fersk, gætir þess að borða vel af lífrænu grænmeti og ávöxtum, borðar eingöngu heilkorn ekki hvítt, notar ekki hvítan sykur og drekkur ekki gosdrykki, fær nóg af góðri fitu úr matnum sérstaklega omega 3, drekkur ekki kaffi eða áfengi, notar engin lyf, þjáist ekki af meltingartruflunum, lifir í streitulausu umhverfi, er hamingjusamur, hvílist vel, hreyfir sig mátulega mikið, er mikið úti í fersku lofti og sól, þjáist ekki af neinum sjúkdómum, er ekki með ofnæmi eða óþol og hefur aldrei orðið fyrir mengun óæskilegra efna, þá er svarið að viðkomandi þarf mjög líklega ekki bætiefni eða vítamín!

Kveðja, 
Inga