Sæl Sigrún.
Takk fyrir spurninguna.
Það er mjög misjafnt hvað ég myndi ráðleggja og margt sem getur spilað þar inn í. Aldur, kyn, mataræði, heilsa viðkomandi og lífsstíll eru þættir sem hafa áhrif. Ef við göngum út frá því að í hlut eigi manneskja sem er heilsuhraust, borðar nokkuð holla fæðu og stundar heilbrigðan lífsstíl, þá eru þetta þau bætiefni sem ég tel að skipti mestu máli:
-Omega 3 í einhverju formi, til dæmis Salmon oil frá Solaray, Omega3 frá Gula miðanum eða Pharmepa.
-Ein góð fjölvítamíntafla með steinefnum, til dæmis frá Terranova eða Solaray
-D vítamín, frá Gula miðanum eða Solaray
-Góðgerlar fyrir meltinguna, en þeir fást frá ótal góðum framleiðendum.
Svo má prófa sig áfram með fleira og um að gera að átta sig á hvar þarfirnar liggja í stað þess að hlaupa af stað þegar næsta töfraefni er auglýst.
Margir vilja kannski huga betur að meltingunni, liðheilsunni, húðinni, sjóninni eða öðru sem skiptir viðkomandi máli. Það er til úrval bætiefna sem hægt er að velja úr.
Gangi þér vel!
Inga næringarþerapisti