ÞJÓFAOLÍA - Hvað er það!

08 Dec 2014

ILMKJARNAOLÍUBLANDA MEРÆVINTÝRALEGA VIRKNI OG VÖRN.  

Þjófaolía er kennd við kryddkaupmenn sem fluttu framandi jurtir til Evrópu á miðöldum þar til Svarti dauði tók að herja á álfuna. 

Nokkrir kaupmannanna brugðu á það ráð að fara ránshendi um fórnarlömb plágunn ar; stela af líkum skarti og öðr um verð mætum og selja á svört um mark aði. Með því að bera á sig blöndu af olíum smit uðust þeir ekki af hinni skelfi legu plágu og gátu því snert fórnar lömbin sem aðrir óttuðust vegna smithættunnar.

Þjófarnir voru þó handsamaðir og játuðu glæpi sína. Í skiptum fyrir líf sitt létu þeir upp skriftina að olíublönd unni sem konungur lét hengja upp um borg og bý og átti hún efalítið sinn þátt í að hefta útbreiðslu Svarta dauða.

Virkni og vörn þjófaolíunnar er jafn frábær sem fyrr. T.d. má benda á að þjófaolíublandan var rann sök uð við háskólann í Utah og reyndist sótthreinsandi á 99,96% baktería í lofti. Því er full ástæða til þess að nýta sér blönduna sem er í dag notuð bæði til sótthreinsivarna og heilsubótar. Hér er almenn uppskrift af þjófaolíublöndu sem má nýta með ýmsum hætti. Blandan er viðeigandi á þessum árstíma þar sem kanill og negull minna okkur á jólahátíðina. Auk þess sem þjófaolía styrkir ónæmiskerfið og eflir heilsu.

Þjófaolía
40 dropar af negul ilmkjarnaolíu
35 dropar af sítrónu ilmkjarnaolíu
20 dropar af kanil ilmkjarnaolíu
15 dropar af eucalyptus ilmkjarnaolíu
10 dropar af rósmarín ilmkjarnaolíu

ATH! Geymið þar sem börn ná ekki til, og á dimmum, köldum stað.

Þjófaolía hentar til að bera á húðina, bæta andrúmsloftið og jafnvel við þrif. Blandaðu hana í spreybrúsa með vatni og heimilið ilmar dásamlega, loftið verður hreinna og ónæmiskerfið styrkist. Þú getur líka sett nokkra dropa í uppþvottavélina til þess að bæta þrifin og eyða lykt. Eða sett nokkra dropa í skál af vatni og látið það gufa upp á heimilinu eða skrif stofunni til þess að auka loftgæðin.

20%
2 fyrir 1

Aqua Oleum EUCALYPTUS ilmkjarnaolía 10 ml.

1.399 kr 1.119 kr
20%
2 fyrir 1

Aqua Oleum CITRONELLE ilmkjarnaolía 10 ml.

1.399 kr 1.119 kr