Haft hefur verið á orði að í upphafi lífsins sé okkur gefinn sparireikningur með birgðum ensíma. Ef engir vextir eru á reikningnum eða hlúð að honum að öðru leyti gengur hann á endanum til þurrðar. Eins og mataræði nútímamannsins er háttað klárast ensímin á sparireikningnum löngu áður en yfir lýkur. Það veit á ýmsa lífstílssjúkdóma. Margir eru á því að virkni ensíma á mannslíkamann verði eitthvert heitasta heilsufræðilega umræðuefni 21. aldarinnar.
Hvað eru ensím?
Ensím, þekkt í íslenskri þýðingu sem hvatar, eru aðallega tvenns konar í líkama okkar; efnaskiptaensím og meltingarensím. Efnaskiptaensím eru einkanlega fyrir frumu og líkamskerfið en meltingarensím, eins og nafnið ber með sér, fyrir meltinguna. Munnurinn, maginn, brisið, lifrin og þarmarnir framleiða margskonar meltingarensím með það hlutverk að brjóta niður fæðuna í einingar sem líkaminn getur nýtt sér. Efnaskiptaensím nota svo næringarefnin sem meltingarensímin hafa brotið niður í meltingarveginum, svo framarlega sem eðlileg melting hafi átt sér stað.
Þriðja hópinn af ensímum fáum við svo úr fæðunni en þau eru helst að finna í hráu fæði eins og t.d. grænmeti, ávöxtum, hnetum og fleiru. Ef við neytum hráfæðu sér meltingin svo að segja um sig sjálf, þ.e. hrátt næringarríkt fæði þarfnast ekki orku frá líkamanum til niðurbrots í nýtanlega fæðu. Mest af unnum mat er sneyddur ensímum. Í stað þess að gefa orku tekur hann orku frá líkamanum til þess að brjóta matinn niður og þá gengur á sparireikninginn.
Skortseinkenni?
Einkenni skorts á ensímum eru t.d, loftmyndun, uppþemba, brjóstsviði, magaverkur, að vera pakksaddur eftir nokkra bita, krampar í þörmum, ófullnægt hungur, þreyta og svefnleysi.
Þótt þessi einkenni kunni að vera algeng eru þau alls ekki ásættanleg því fæðu er ætlað að gefa okkur orku en ekki gera okkur þreytt.
Mörgum heimildum ber svo saman um að alvarlegri skorteinkenni séu t.d síþreyta og ótímabær öldrun.
Hvernig geta ensímin hjálpað?
Þau tryggja hámarks nýtingu næringarefna úr fæðunni
Hvíla brisið og komið því í samt lag
Orkan eykst þar sem næringarefnin úr fæðunni nýtast betur
Þau hjálpa líka heilbrigðu fólki að verða enn heilbrigðara. Með viðbótarensímum verður til auka orka.
Hvað gerist?
Með inntöku ensíma ná þarmarnir loks eðlilegri virkni og virka betur en nokkru sinni fyrr. Það finnur fólk m.a. á því að það skilar frá sér miklu meiru en það hefur áður gert, þ.e. hægðum - vegna þess að ensímin brjóta betur niður matinn. Að sama skapi hverfur hungurtilfinningin. Það stafar að því að næringin úr fæðunni nýtist líkamanum betur.
Skoðaðu meltingarenzím hér:
TERRANOVA - DIGESTIVE ENZYME COMPLEX
Blanda jurta og ensíma til að örva niðurbrot fæðu í meltingarveginum. Það er nokkuð algengt að meltingin ræður illa við þetta verkefni og þarf hjálp. Einkenni þess geta verið uppþemba á magasvæðinu, þreyta, kuldi og sykurlöngun eftir máltíðir.
SOLARAY DIGESTAWAY JURTAENSÍM
Meltingarensím og jurtir í hylkjum.
Öflug blanda meltingarensíma (hvata) úr jurtaríkinu, og jurta sem hjálpa þér til að brjóta niður prótein fitu og kolvetni á fullnægjandi hátt. Algengt er að líkaminn nái ekki að framleiða nægilegt magn meltingarhvata til að ráða við niðurbrot fæðu og þá verður allt ferlið mjög þungt í vöfum. Þá geta einkenni eins og þreyta, kuldi og sykurlöngun komið upp strax eftir máltíðir
SOLARAY LACTASE ENSÍM
Ensím fyrir þá sem eru með óþol fyrir laktósa (mjólkursykri). Gott að hafa með sér í veislur og út að borða, til að sporna við óþolseinkennum. Takist með máltíð.
SOLARAY DIGESTION BLEND
Er meltingin þung og erfið? Verður þú þreytt/ur eftir máltíðir? Þembist þú upp og líður eins og þú sért með grjót í maganum? Digestion blend er öflug blanda jurta sem örva framleiðslu meltingarhvata þannig að þú nærð að vinna betur úr fæðunni og meltingi verður léttari.
RL DIGESTMORE ULTRA
Digest more ultra eru meltingarenzyme kvatar byggðir út frá jurtaríkinu.Þegar um slík enzyme er að ræða að þá hjálpa þau frekar líkamanum að brjóta niður illmeltanleg prótein úr fæðunni.Þessi enzyme blanda hefur reynst einstaklega vel fyrir fólk með fæðuóþol og skerta líkamsstarfsemi til að brjóta niður fitu,fæðu og prótein
HN BETAINE HCL 90 VEGAN
Betain er góð hjálp fyrir þá sem eru með of lágar magasýrur og eiga í vandræðum með meltingu á þungum mat. Takist ávallt inn með máltíðum.
Heimildir:
C. Bateson-Koch, DC, ND, Allergies: Disease in Disguise (Burnaby: alive books, 1994), bls. 82, 95-97.